Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Side 10
Tímarit Máls og menningar
vissu, aff við' getum aldrei gengið að einstökum atburðum verksins og neglt
þá niður sem sögulegar staðreyndir að ókönnuðu máli. Það er aldrei hægt
að styðja fingri á síðu í Fjallkirkjunni og segja: þessi atburður, sem hér
greinir frá, er sannur viðburður og hafði þessi eða hin áhrif á líf og þroska
Gunnars Gunnarssonar. Ég gríp til samlíkingar, sem ég hef áður notað:
bernska og æska skáldsins eru ónotað timbur, þegar hann hefur að rita verk
sitt. Síðan tekur hann að smíða — og reisir Fjallkirkjuna. En hann hefði
getað smíðað allt annað hús úr þessum sama efniviði, annað hús eftir ann-
arri teikningu. Hann smíðaði aðeins það hús, sem hann þurfti á að halda
þegar hann hófst handa. Einum áratugi síðar hefði hann væntanlega reist
annarskonar byggingu — ekki Kirkjuna á fjallinu, heldur Bæinn undir
heiðinni eða Höllina í skýjunum eða Musterið í moldinni. Að svo mæltu vík
ég að nýju dæmi.
Föðurforeldrar Gunnars skálds hétu Guðrún Hallgrímsdóttir og Gunnar
Gunnarsson og bjuggu á Brekku í Fljótsdal. Afi og amma á Fjalli koma ekki
oft við sögu í Fjallkirkjunni — samt nægilega títt til þess, að þau líða les-
andanum ógjarnan úr minni. Þau hjón eru meðal þeirra persóna, sem Hér-
aðsbúar voru ekki lengi að átta sig á hér áður fyrr: afi á Fjalli er auðvitað
Gunnar afi skáldsins, og amma á Fjalli — hver ætti það að vera önnur en
Guðrún Hallgrímsdóttir amma hans? Á 111.—112. blaðsíðu er mynd af
ömmu og afa á Fjalli. Uggi og afi eru úti í kirkjugarði: „Föðurmóðir mín,
Elísabet, — amma á Fjalli —, kemur gangandi til móts við okkur meðal
leiðanna, há og grönn og virðuleg, andlit hennar, umleikið mjallhvítu hári,
er uppljómað af elli og sigursælli reynslu. Afi réttir henni höndina hros-
andi, þau hverfa hvort til annars og standa þannig um stund, lokuðum aug-
um, hin silfurhærðu höfuð þeirra hneigjast hvort að öðru. Þegar þau lyfta
höfðum, horfast þau lengi í augu ...“ Síðan virða þau Ugga fyrir sér um
stund. Eftir það ræðir amma á Fjalli fagurlega við hann um framtíðina,
hvað hann langi til að verða. Þessi konumynd er ein fegursta persóna Fjall-
kirkjunnar, og rís þó enn og dýpkar fegurð hennar síðar. Því að einn dag,
þegar Uggi hefur flutzt í fjarlæga sveit, fer sigðarmaðurinn á stjá með orf
sitt og brýni og slær Ugga Greipsson til jarðar. „Afi átti sér ... andlátsorð:
Þú verður ekki lengi ein, Elísabet! — Orð hans voru aldrei töluð í bláinn, —
þegar faðir minn kom heim frá jarðarförinni, hafði hann ekki aðeins staðið
yfir moldum afa á Fjalli, heldur einnig ömmu á Fjalli, beggja foreldra
sinna ... Ég hafði ... syrgt afa minn. En þegar ég frétti, að amma hefði
104