Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Qupperneq 10
Tímarit Máls og menningar vissu, aff við' getum aldrei gengið að einstökum atburðum verksins og neglt þá niður sem sögulegar staðreyndir að ókönnuðu máli. Það er aldrei hægt að styðja fingri á síðu í Fjallkirkjunni og segja: þessi atburður, sem hér greinir frá, er sannur viðburður og hafði þessi eða hin áhrif á líf og þroska Gunnars Gunnarssonar. Ég gríp til samlíkingar, sem ég hef áður notað: bernska og æska skáldsins eru ónotað timbur, þegar hann hefur að rita verk sitt. Síðan tekur hann að smíða — og reisir Fjallkirkjuna. En hann hefði getað smíðað allt annað hús úr þessum sama efniviði, annað hús eftir ann- arri teikningu. Hann smíðaði aðeins það hús, sem hann þurfti á að halda þegar hann hófst handa. Einum áratugi síðar hefði hann væntanlega reist annarskonar byggingu — ekki Kirkjuna á fjallinu, heldur Bæinn undir heiðinni eða Höllina í skýjunum eða Musterið í moldinni. Að svo mæltu vík ég að nýju dæmi. Föðurforeldrar Gunnars skálds hétu Guðrún Hallgrímsdóttir og Gunnar Gunnarsson og bjuggu á Brekku í Fljótsdal. Afi og amma á Fjalli koma ekki oft við sögu í Fjallkirkjunni — samt nægilega títt til þess, að þau líða les- andanum ógjarnan úr minni. Þau hjón eru meðal þeirra persóna, sem Hér- aðsbúar voru ekki lengi að átta sig á hér áður fyrr: afi á Fjalli er auðvitað Gunnar afi skáldsins, og amma á Fjalli — hver ætti það að vera önnur en Guðrún Hallgrímsdóttir amma hans? Á 111.—112. blaðsíðu er mynd af ömmu og afa á Fjalli. Uggi og afi eru úti í kirkjugarði: „Föðurmóðir mín, Elísabet, — amma á Fjalli —, kemur gangandi til móts við okkur meðal leiðanna, há og grönn og virðuleg, andlit hennar, umleikið mjallhvítu hári, er uppljómað af elli og sigursælli reynslu. Afi réttir henni höndina hros- andi, þau hverfa hvort til annars og standa þannig um stund, lokuðum aug- um, hin silfurhærðu höfuð þeirra hneigjast hvort að öðru. Þegar þau lyfta höfðum, horfast þau lengi í augu ...“ Síðan virða þau Ugga fyrir sér um stund. Eftir það ræðir amma á Fjalli fagurlega við hann um framtíðina, hvað hann langi til að verða. Þessi konumynd er ein fegursta persóna Fjall- kirkjunnar, og rís þó enn og dýpkar fegurð hennar síðar. Því að einn dag, þegar Uggi hefur flutzt í fjarlæga sveit, fer sigðarmaðurinn á stjá með orf sitt og brýni og slær Ugga Greipsson til jarðar. „Afi átti sér ... andlátsorð: Þú verður ekki lengi ein, Elísabet! — Orð hans voru aldrei töluð í bláinn, — þegar faðir minn kom heim frá jarðarförinni, hafði hann ekki aðeins staðið yfir moldum afa á Fjalli, heldur einnig ömmu á Fjalli, beggja foreldra sinna ... Ég hafði ... syrgt afa minn. En þegar ég frétti, að amma hefði 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.