Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Síða 38
Jón Sigurðsson Minn trúnaður er ykkar trúnaður Athugasemdir um kveðskap Þorsteins frá Hamri (1) I Það einkenni sem hvað skýrast er á kveðskap Þorsteins frá Hamri er hin sterku tengsl sem hann hefur við íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, heim þeirra og málfar. Svipuðu máli gegnir og um tengsl hans við fornan bók- menntaarf íslenskan. Hefur þetta einkenni mjög orðið til þess að auka á hróð- ur skáldsins, enda hafa menn fundið að það stendur á gömlum íslenskum grundvelli. Heimur íslenskrar sögu er inngróinn skynjun og hugsunarhætti skáldsins, og kemur þetta þegar skýrt í ljós á upphafsorðum fyrstu ljóðabók- ar þess / svörtum kufli (1958): Það var á bæ einum að gandur mikill úr hvítum skógum traff flugstíg úr suðri og norffur til fjalla og fylgdi hornun þys álfa og galdur fugla en eftir voru þrjú tár á laufi; rautt hvítt svart. En ungur sveinn laut eftir og skeytti því hvergi þótt hrópaff væri á bak; því aff orð hafffi borizt. Hér er í senn lokið upp dyrum að heimi þjóðsagna og kynngisögu og málfarið ber á sér blæ fomaldar. En um leið er hér lýst þeirri köllun er hinn ungi sveinn fékk, og hversu hann fylgir henni þótt varnaðarorð séu hrópuð á hak. Þannig er hér einnig sjálfsmynd ungs skálds, er það leggur út á skáldbraut sína tæpra tuttugu vetra. Þessi þjóðlegi blær og ýmis þjóðsagnaefni koma aftur og aftur fyrir í verkum Þorsteins frá Hamri, og á hinn bóginn verða honum dæmi úr lífi íslensks almúga gjarnan að yrkisefni. En skáldið beitir þeim yfirleitt á tákn- rænan hátt; má segja að Þorsteinn taki sögulegan arf þjóðarinnar til nýrr- ar meðferðar og endurmats við nýar aðstæður, geri hann að nýu vandamáli og umskapi hann á ljóði er gengið hefir í gegnum hreinsunareld þeirrar mannlífsbyltingar sem átt hefir sér stað undan farna áratugi í landinu. Aftur á móti yrkir hann ekki mörg söguleg lcvæði í hefðbundinni merkingu heitis- ins, og þau sem þó eru af því tagi er helst að finna í fyrstu ljóðabók hans. Síðar beitir skáldið slíkum viðfangsefnum frekar sem tjáningaraðferð eða rökstuðningi fyrir máli sínu. Nefna má úr fyrstu bókinni tam, kvæðið 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.