Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 50
Tímarit Máls og menningar í þessu efni ljóðið, að fylgja. Og slík stakkaskipti sem þau er hér eru rædd eru svo gjörtæk að sjálft eðli listarinnar, hugmyndin um ljóðið og tilgang þess, verður að vandamáli og spurningu er svara verður til einhverrar hlít- ar áður en til verksins sjálfs getur komið. Menn hafa möo. hlotið að taka á sig á undan förnum árum það erfiði er kynslóðirnar gátu leitt hjá sér: að þreifa sig áfram inn að kjarnanum og finna hann því að öll fyrri svör höíðu glatað gildi sínu. A hinn bóginn er gamalkunnugt hvern tíma öll slík ný- mæli tekur að síast út um samfélagið og verða viðurkennd og mæta almenn- um skilningi, ekki síst er áhrifavaldar samfélagsins standa á móti; fer því og fjarri að enn sé séð fyrir enda þeirra umbrota er um hríð hafa skekið grund- völl íslenskrar braglistar. Þorsteinn frá Hamri yrkir að hætti hinna nýju viðhorfa í íslenskri ljóða- gerð. Þó er því síst að leyna að mörg kvæði hefir hann ort að hinum eldra hætti, og í ýmsum lj óðum hans er bera á sér hinn nýa svip er að finna meiri eða minni einkenni eldri ljóðagerðar. Sannleikurinn er og sá að hér er ekki um þær andstæður að ræða sem svo oft er á loft haldið. I ljósi nýrri skil- greininga verður auðsýnt að hinir ýmsu „hættir“ ljóðagerðar geta vel farið saman, og verður að kanna hvert einstakt ljóð út af fyrir sig ef finna á ein- hverja lokaskilgreiningu. Að mörgu leyti má telja fyrstu bók Þorsteins, / svörtum kufli, æskuverk er í heild sinni bendir þó til þeirrar framtíðar sem bíða átti hins unga sveins er laut eftir tári á laufi. Skáldið hefir þarna enn ekki mótað sér stefnu, og kvæði bókarinnar bera það með sér að það hefir enn ekki til fullnustu um- skapað sér það ljóðform er það tók að erfðum frá feðrum sínum í landinu. Aftur á móti ber bókin á sér svip markvissra tilrauna er borið hafa ávöxt í síðari ljóðabókum skáldsins. Þarna er tam. að finna eina vísu dróttkvæða á fornlegu máli. Það ber að hafa í huga að Þorsteinn er maður hraðhag- mæltur í sígildri og góðri merkingu þess orðs; í bókinni er og að finna þessa ferskeytlu: Ekld er fjaUið ætíð bratt, þó erfitt sé í förum. Það er ekki alltaf satt, sem er á hvers manns vörum (bls. 22). Á öðrum stað í sömu bók er kvæði í minningu Sigurðar Breiðfjörðs, en það hefst á þessum orðum: 144 Stríð var þín ævi; strokið móðu þungri stuðlaberg rímsins var þín dauðalíkn; nú andast skáld úr öðru meir en hungri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.