Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 81
„ViS h'ófum allir jariS í frakkann hans Gogols“
Khlestakov, aðalpersónunni í Eftirlitsmanninum, vegnar aftur á móti ó-
líkt hetur en flestum andlegum afkvæmum Gogols, enda kann hann bæði
brögð og leiki sem duga í þeirri refskák, sem mönnum er eiginleg í sam-
skiptum. Khlestakov er ekki aðeins bragðarefur, heldur líka vindhani og
fj árhættuspilari í þokkabót eða í einu orði sagt alhliða þorpari. Efni leiks-
ins er listilega óflókið og einfalt. Ekki blæs að vísu byrlega fyrir Khlestakov
fyrst í stað, þar sem hann dvelur aumur og auralaus í óþekktri borg og eygir
enga leið út úr sínum vanda. Hann á ekki grænan túnskilding í eigu sinni, sá
síðasti fór í fjárhættuspili, og reikningurinn á gistihúsinu er ógreiddur og
hans vegna má búast við heimsókn lögreglunnar á hverri stundu og getur
það hakað honurn bæði tafir og óþægindi. Honum bregður því í brún, þegar
borgarstjórinn sjálfur birtist í dyrunum, en til allrar hamingju reynist er-
indi hans annað en Khlestakov hugði í fyrstu og léttir honum ekki lítið við
það. Ahöld er um það hvor þeirra hefur hreinni samvizku Khlestakov eða
borgarstjórinn. Sá síðarnefndi hefur nefnilega fengið veður af því, að eftir-
litsmaður frá höfuðborginni sé kominn til borgarinnar til að endurskoða
horgarreikningana og kanna fjárreiður hennar til hlítar. Það fylgdi líka
sögunni, að til þess að rannsóknin bæri tilætlaðan árangur, þá ætti eftirlits-
maður þessi að koma embættismönnunum í opna skjöldu og gerði því ekki
hoð á undan sér.
Borgarstjórinn er sannfærður um, að Khlestakov sé enginn annar en þessi
óvelkomni gestur, eftirlitsmaðurinn óþekkti, sem öllum skýtur skelk í bringu.
Mútur eru boðnar og þegnar með þögn og þökkum. Khlestakov eru sýnd
mannvirki og minnisvarðar, dýrar veizlur eru haldnar honum til heiðurs.
Dekri borgarbúa og smjaðri eru engin takmörk sett, enda fer svo að lokum,
að hann trúlofast dóttur sjálfs borgarstjórans. Þjónninn, sem er Khlestakov
sjálfum klókari, bendir húsbónda sínum á þau gamalreyndu sannindi, að
bezt sé að hætta hverjum leik þá hæst hann fer. Hann kveður því unnustuna,
borgarstjórann og aðra embættismenn með uppgerðarsöknuði, skipar þjón-
inum að spenna hestinn fyrir vagninn og Khlestakov stígur upp í með vasana
úttroðna af peningum og þeir aka hurt á fleygiferð, enda ekki seinna vænna,
af því að nú birtist hinn eini og sanni eftirlitsmaður í öllum sínum ægilega
myndugleik og á því endar leikurinn.
Eftirlitsmaðurinn var frumsýndur 19. apríl 1836 í Pétursborg við frá-
bærar undirtektir lærðra sem ólærðra. Sagt er, að Nikulás 1. Rússakeisari
hafi meira að segja ráðlagt ráðherrum sínum að sjá leikinn, ef vera kynni
að einhver þeirra væri nógu skynsamur til að draga af honum lærdóm.
175