Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 101
Hvers vegna sðsíalismi? gera þyrfti til að bæta úr því var sannfær- andi, og þing Bandaríkjanna samþykkti hjálparáætlun hans, kennda við „Fram- farabandalag". Nú, sjö árum síðar, er að heita má öllum ljóst að á þessari áætlun er einn alvarlegur galli — hún nær ekki tilgangi sínum. Ástæðan er ekki sú að fjárveitingamar hrökkvi of skammt — á- ætlunin mundi ekki ná tilgangi sínum þótt fjárveitingarnar væru tífaldaðar. Hún nær ekki tilgangi sínum sökum þess að hún hróflar ekki við þeim imperíalist- ísku afstæðum sem eru undirrót ástands- ins sem Bandaríkin segjast vilja bæta. Ríki rómönsku Ameríku eiga gnægð auð- linda, en þjóðimar eru fátækar vegna þess að það er slagsíða á efnahagskerfinu; arð- urinn af auðlindunum rennur til banda- rískra einokunarhringa sem hafa afskræmt efnahagskerfið með einbeitingu sinni að því að vinna arðbær hráefni. Það land sem ekki er í höndum erlendra aðila er í eigu innlendrar borgarastéttar — hinnar fornu yfirstéttar landeigenda sem nú er í slag- togi við atvinnurekendur á sviði fjármála, verzlunar og framleiðslu. Mikið af land- inu er í órækt og annað er nýtt miður en skyldi. Engar grundvallarbreytingar eru hugsanlegar f>Tr en þessir tveir valdahóp- ar — erlendir og innlendir kapítalistar hafa neyðzt til að afsala sér völdum, eign- um og forréttindum, fyrr en búið er að framkvæma róttækar breytingar á efna- hagslegri og félagslegri gerð þessara þjóð- félaga í rómönsku Ameríku. Þangað til mun alþýða manna halda áfram að svelta. Efnahagsáætlunin leiðir ekki til þess sem Kennedy spáði vegna þess að hún færir ekki ríkjum rómönsku Ameríku raun- vemlegt fullveldi, hún losar ekki það efnahagslega kverkatak sem imperíalismi Bandaríkjanna hefur á álfunni allri. Án raunverulegs fullveldis munu ríki róm- önsku Ameríku í verki halda áfram að vera hjálendur hins bandaríska heimsveld- is. Og meginvandamál þeirra stafa einmitt af því að þau hafa verið og eru hjálendur af nýlendutagi. Ef Framfarabandalagið leysir ekki vandamál rómanskra Ameríkuríkja, hvar er þá lausnina að finna? Sósíalisminn er svarið. Rómanska Ameríka verður eins og önnur vanþróuð svæði hnattarins að taka upp sósíalisma vegna þess að kapítalism- anum, sem verður ekki skilinn frá imper- íalismanum, er um megn að efla í van- þróuðum ríkjum þá öru hagþróun sem ó- hjákvæmileg er til þess að tryggja hrað- vaxandi þjóðfélögum bætt lífskjör. Sósíalisminn myndi hins vegar gera ríkjum rómönsku Ameríku kleift að gera þær ráðstafanir sem búa í haginn fyrir hagþróun. Enda þótt stjórnmálalegt full- veldi sé afar mikilvœgt hrekkur það ekki til; ríki rómönsku Ameríku verða einnig að tryggja sér efnahagslegt fullveldi. Og efnahagslegt fullveldi felur það í sér að þessi ríki verða sjálf að ráða yfir verð- mætisauka efnahagskerfisins svo að hægt sé að nota hann til fjárfestingar í fram- leiðslutækjum í þágu áætlunarbúskapar sem taki til þjóðarinnar allrar, en til þess þarf þær víðtæku félagslegu breytingar sem jafngilda byltingu, og sósíalisma. Sunnudaginn 4ða desember 1960 fjall- aði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Mansfield um „Meginvandamál rómönsku Ameríku" í Neui York Times Magazine: Hér eru tillögur hans um það sem gera þyrfti ef ríki í rómönsku Ameríku vildi sækja frarn: 1) Það yrði tafarlaust að gera ráð- stafanir til þess að draga úr þeim sára skorti á matvælum, húsnæði og heilsu- gæzlu sem tugir milljóna manna eiga við að stríða. 2) Það yrði að framkvæma umbætur í landbúnaðarmálum með því að taka 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.