Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 103
 Þetta var aðeins upphafið. Næsta ár, 1961, var réttilega skírt „menntiinarár", og allir íbúar landsins voru skipulagðir í því skyni að uppræta ólæsi. Ég var á Kúbu þegar innrásin í Svínaflóa var gerð það ár og ég heyrði Fidel flytja þjóðinni skýrslu eftir að gagnbyltingarmennimir höfðu verið brotnir á bak aftur — þjóðin var réttilega hreykin af þeirri staðreynd að baráttan gegn ólæsinu hélt áfram ó- trufluð að mestu meðan innrásin stóð. Ekki varð komizt hjá svo furðulegum eldmóði og aga vegna þess að byltingar- stjómin hafði sett sér furðulegt markmið — að uppræta ólæsið á einu ári. Leiðum hugann að því andartak — 23,6% þjóðar- innar, næstum því einn af hverjum fjómm, kunnu hvorki að lesa né skrifa. Auðvelt er að ímynda sér hvílíkt verkefni það eitt var að fara um landið, komast að því hvar og hverjir hinir ólæsu vora; síðan varð að þjálfa herskara í því að kenna; miljónir bóka varð að prenta bæði fyrir nemendur og kennara; síðan urðu kennararnir, sem voru allt frá 10 til 60 ára gamlir, að koma upp námsflokkum í skólum, íbúðarhús- um, verzlunum, skrifstofum og verksmiðj- um í borgunum, eða koma sér fyrir í af- skekktustu héruðum landsins til þess að kenna bændum og heimilisfólki þeirra, sem margt hafði aldrei fyrr haft bók milli liand- anna. Kennarahópurinn komst upp í 271.000 manns. Þar af vom 121.000 „alþýðukenn- arar“, fullorðnir sjálfboðaliðar sem sinntu daglegum störfum og kenndu að jafnaði tvær stundir dag hvem. Tveir vinir mínir vom alþýðukennarar — eiginkonan kenndi vinnukonum sem störfuðu í hennar hverfi; eiginmaðurinn kenndi iðnverkamönnum í verksmiðju sem hann hafði forustu fyrir. 13 ára sonur annars vinar míns var brigadista (liðsmaður í einskonar áhlaupa- eveit), en fjöldi þeirra var um 100.000. Hvers vegna sósíalismi? Þegar skólanum lauk mánuði fyrir tímann, í maí, var hann sendur á sérstakan skóla í Varadero til tveggja vikna þjálfunar, síðan á bóndabæ uppi í fjöllum, þar sem hann bjó hjá fjölskyldunni þar til í október, tók þátt í störfum hennar — og kenndi. Stúlkur voru einnig í hópi brigadistas og kenndu til sveita, en þær bjuggu saman í hópum og ungir framhaldsskólakennarar höfðu umsjón með þeim. I októbermánuði þegar augljóst var orð- ið að þessir brigadistas úr hópi nemenda höfðu misgóða kennsluhæfileika — og lærisveinamir mismikla námshæfileika — var birt áskorun um liðsauka. Undir hana tóku um 15.000 verkamenn sem stofnuðu „Áhlaupasveitina Patria o Muerte (föður- land eða dauði)“ og fóru umsvifalaust upp í sveit til að hjálpa námsmannahópunum. Félagar verkamannanna í verksmiðjum og skrifstofum tóku að sér störf þeirra á meðan. Að lokum tóku um 35.000 skólakennarar, um það bil þrír af hverjum fjórum í land- inu, þátt í lestrarherferðinni. Kjörorðin sögðu söguna alla: „Ef þú kannt, þá kenndu; kunnirðu ekki, þá lærðu.“ „Allir Kúbumenn kennarar; öll heimili skólar." Og þessi varð raunin. 22an desember 1961 var lestrarherferðinni formlega lok- ið — og ólæsi hafði hrapað úr 23,6 hundraðshlutum þegar sóknin hófst í að- eins 3,9 hundraðshluta þegar henni lauk. Aldrei fyrr í sögu kennslumála hafði nokkursstaðar í víðri veröld náðst jafn mikill árangur. Hversu mikill árangurinn var má marka af skýrslu um ólæsi í öðmm ríkjum róm- önsku Ameríku sem birtist í sjöttu árs- skýrslu Ameríska þróunarbankans í Was- hington 1967 undir fyrirsögninni Félags- legar og efnahagslegar framjarir í róm- önsku Ameríku: 197
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.