Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 16
Tímarit Máls og menningar
eru þeir reiðubúnir að nota hverskonar vinstri slagorð sem þeir vita að
verður hlustað á. Verum hreinskilnir: fyrirlitning á hugmyndafræði er styrkur
hægrisinna, vegna þess að slík afstaða gerir þeim mögulegan meiri hreyfan-
leika á pólitískum vettvangi og notkun hverskonar orðagjálfurs, sem auðveldar
þeim valdatöku. Það er ekki aðeins tregða gamalla venja og stofnana, sem
styrkir hægrihyggju, heldur einnig máttur lyginnar — að vísu eru áhrif
hennar skammæ, en þau nægja til þess að ná tökum á ástandinu. Eftir vissan
tíma kemur í ljós að þessi slagorð voru kænskuleg látalæti; en fyrir hægri-
sinna er vandinn sá, að fá sem lengstan frest svo að þeir geti náð tökum á
ástandinu og haldið áfram með hjálp lögreglunnar. Þessvegna er það mikil-
vægt að vinstrisinnar hafi stöðugt andsvör á takteinum, og láti í ljós afstöðu
sína til sérhvers pólitísks vandamáls, sem neyðir hægrisinna til að afhjúpa
sig sem slíka. Um þessar mundir finnast þessi andsvör einkum á alþjóðlegum
vettvangi.
Enn einn annmarki vinstrihyggju var sá, að almenn gagnrýni á spillt
stjórnarform tengdist afturlialdssömum kröfum, sem voru ósamrýmanlegar
vinstrihyggju. En á því þróunarskeiði sínu var vinstrihyggja ekki nógu kröft-
ug til að vera leiðandi afl í slíkum mótmælum.
Afleiðingin af slíkum kringumstæðum hlaut að verða ósigur vinstrisinna
á alþjóðlegum mælikvarða. Þrátt fyrir það, og ef hún hugsar sér að halda
áfram, verður vinstrihyggja að gera sér Ijósa hættuna sem steðjar að hug-
myndafrœðilegri afstöðu hennar.
Hættan felst í hinum tveim gerðum hægri þrýstings, sem vinstrihyggj a
verður fyrir. Vinstrisinnar verða að veita sérstaka athygli þeirri nauðsyn,
að skilgreina afstöðu sína sem mótstöðu gegn báðum þessum gerðum, sí-
fellt og samtímis. Þeir verða að lýsa skýrt og skorinort yfir afneitun sinni á
þeim tvennskonar hægri straumum, sem annarsvegar einkennast af tregðu
stalínismans, og hinsvegar af tregðu kapítalismans í sinni afturhaldssöm-
ustu og andvitsmunalegustu mynd. Vinstrihyggju er mikil hætta búin, ef
gagnrýnin beinist aðeins að annarri gerð hægri þrýstings, því að þannig
verður pólitísk afmörkun hennar óskýr. Afstöðu vinstrihyggju verður að tjá
í samtímis-afneitun. Vinstrisinnar verða að berjast gegn innlendri þjóðernis-
stefnu af sömu óbilgirni og þeir berjast gegn erlendum þj óðernisstefnum,
sem ásælast land þeirra. Vinstrisinnar verða að taka sömu einörðu, hreinu og
skynsamlegu afstöðuna til kalkaðrar trúarhræsni stalinsku útgáfunnar af
marxisma, og þeir taka til andskynsemi kirkjunnar. Vinstrisinnar verða að
hafna sósíalistískum slagorðum sem hylja lögregluríki um leið og þeir hafna
94