Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 24
Tímarit Máls og menningar fjarri sanni og það er að byltingarhugmynd marxismans eigi nokkuð skylt við „veraldlega eskatólógíu“, eins og hlutlæg rökleiðsla Marx sýnir bezt, þá fer ekki á milli mála að byltingaróþreyjan hefur til að bera öll einkenni trú- hneigðar sem fengið hefur nýjan farveg. Rétt eins og guðstrúin er hún sambland af óskhyggju og fáfræði. Það er fáfræðin sem heldur lífinu í trúnni —, það var efnishyggjumönn- um 18. aldar þegar orðið ljóst. Ludwig Feuerbach bar ekki brigður á það, þótt hann skildi málið dýpri skilningi þegar hann benti á að það væru óskir manna sem gætu af sér leyndardóma trúarinnar, sköpuðu hugmyndir þeirra um handleiðslu guðs, um eilífa sælu o. s. frv. Hann réð það af atriði sem hann taldi vera undirstöðuþátt í mannlegu eðli og forsendu allra viljaat- hafna, alls starfs: en það er sú staðreynd að í vitund mannsins birtist tak- markið eins og því sé þegar náð. Hann veitti því eftirtekt að allar hugmyndir sem menn gera sér um markmið sín eru litaðar af óskum þeirra, en svo er hinsvegar ekki um þær leiðir og einatt óhægu krókaleiðir sem fara verður ef ná á markinu. En óskina sjálfa stóð hann að vilhallri lygi, benti á að hún hefði tilhneigingu til að sneiða hjá því sem hvimleitt væri og óþægilegt og jafnvel neita tilvist þess, en setja í þess stað ímyndaða fullkomnun — helzt í gervi persónu: ímyndaða fullkomnun sem opinberast sem guðdómur, er gerir kraftaverk að vild manna. Byltingarmenn 19. aldar, einkum Marx og Engels, en einnig Bakúnín og félagar hans, þekktu þessa heimspeki mætavel. Næstum allir voru þeir aþeistar af skóla Feuerbachs. Þó verður að teljast hæpið að þeir hafi dregið fullan lærdóm af kenningu hans. Þeir hljóta — jafnt kommúnistar sem anark- istar — að hafa gert sér mjög svo óljósa grein fyrir mælti óskhyggjunnar sem Feuerbach sýnir að er hvarvetna að verki í daglegri hegðun manna. Allir sem einn gera þeir ráð fyrir að það nægi að kveða niður hin trúarlegu birtingarform þessa máttarvalds til þess að ráða að fullu niðurlögum þess — rétt eins og fangi sem er sannfærður aþeisti gíni þessvegna ekki við fárán- legustu fjarstæðum, sem ekki eru trúarlegs eðlis, til að telja sér trú um að hann verði náðaður hið fyrsta; eins og krabbameinssjúklingur sem er trú- leysingi og gerir sér ljóst að dauðinn verður ekki umflúinn, sé ónæmur fyrir tálvonum um bata. Og það kemur mönnum í koll ef þeir vanmeta mátt óskhyggjunnar. Úr launsátri leggur hún til atlögu við dómgreind þeirra og ruglar hana. Jafnvel Marx fór ekki varhluta af því. í verki því þar sem dregnar eru í fyrsta skipti sósíalískar ályktanir af trúarbragðagagnrýni Feuerbachs — í Drögum 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.