Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 34
Tímarit Máls og menningar Nú ber að gæta þess, að í öllum þremur bókunum kemur veruleiki nútím- ans fram sem andstæðingur, sem hindrar manninn í því að ná sínum háleit- ustu markmiðum, hvaða skilning sem höfundarnir annars kunna að leggja í þau háleitu markmið. Og þrír íslendingar leita að leið út úr þessum veruleika. Þær leiðir eru mjög ólíkar. Alfur Nordals reynir að snúa heim til írumglæðis sálar sinnar og tilfinn- ingalífs, til „lands fyrstu drauma sinna og elztu minninga“, og um leið til þess heims, sem grundvallast á siðfræði sveitamannsins. Steinn Elliði hjá Laxness leitar lausnar með því að flýja frá raunveruleikanum í klaustur, en Þórbergur leitar hjálpræðis í nauðsyn þess að breyta veruleikanum samkvæmt kenn- ingum hinnar sósíalísku mannúðarstefnu. En það sem skiptir meira máli, er afstaða þessara höfunda til íslands, enda er það mér víðs fjærri, að telja aðeins það eitt nútímalegt, að íslenzkt skáld reyni að gera upp sakirnar við nútimann erlendis. „í „Hel“ er hið mikilvægasta í þessu samhandi þetta: afturhvarf Álfs til hinna frumstæðu lífsgilda óbreytts sveitafólks, sem hann sjálfur er runninn úr, er misheppnað. Ekki vegna þess, að vanmetin séu verðmæti sveitalífsins og æfilöng barátta sveitamannsins við fátækt og óblíða náttúru. Þvert á móti: „Þú hefur byggt upp úr rústum, ég hef lagt í rústir“, segir Álfur við hónda- konu. En hið nýja í „Hel“ er í því fólgið, að þarna kemur í ljós, að fyrir mann, sem glatað hefur öryggi sínu í fjölbreyttum og margbjóðandi heimi nútímans, er afturhvarf til þessa einskorðaða sveitalífs blekking. Niðurstaða slíkrar heimkomu er vonbrigði, staðfesting á því, að nútímamaðurinn á þar ekki lengur heima. Nordal hefur tekizt að skapa hér nýja manngerð, sem stöð- ugt eirðarleysi og lífshættir nútímans hafa leikið grátt, en sem þetta líf er samt runnið í merg og bein. Til þess að lýsa endalokum Álfs grípur hann svo til líkingamynda, þar sem raunsæis gætir enn síður en annars staðar í skáld- verkinu. Hið flókna táknmál í lokakaflanum um ríki Heljar minnir stundum á æskuumhverfi Álfs, stundum á stemningu í guðshúsi, og stundum á Helju, þangað sem aldnir og sjúkir lenda eftir dauðann öfugt við aðra „dauðra- heima, þar sem hetjurnar koma blóðugar úr síðasta bardaganum, rífa örv- arnar úr banasárunum og hafa gamanyrði á vörum, meðan þau eru bundin.“ Hjá Hel öðlast Álfur endurlausn, sem er í senn refsing og umbun: með því að svipta hann minni er hann gerður sjálfum sér framandi. En vandamál jarð- lífsins eru samt óleyst sem fyrr. Með því að draga það í efa, að hið hefð- bundna sveitasiðgæði sé allra meina bót, kippti Nordal ósjálfrátt stoðunum undan rótgrónustu tálsýn í íslenzkum bókmenntum. 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.