Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 44
Tímarit Máls og menningar
Kvennadeildinni átti krakka meðan þeir voru að
Lapp’uppá sjóarann, og þeir færðu honum krakkann,
Þegar hann komst aftur til meðvitundar og sögðu:
„Hérna, þetta er það sem við tókum innanúr þér.“
Og hann leit á þann litla, og hann tók að frískast,
Og þegar hann losnaði af spítalanum, hætt’ann að drekka,
Og þegar hann var orðinn nógu hress,
munstraði hann sig á annað skip
Og lagði hýruna til hliðar
og hélt áfram að leggja hýruna til hliðar
Og keypti hlut í skipinu
og átti loks helminginn
Og síðan skipið allt
og með tímanum heilan skipaflota;
Og lét krakkann læra,
og þegar strákurinn var í menntaskóla,
Veiktist gamli sjóarinn aftur,
og læknarnir sögðu að það væri engin von,
Og strákurinn heimsótt’ann á sóttarsængina
og gamli sjóarinn sagði:
„Drengur minn, mér þykir skítt að geta ekki þraukað ögn lengur.
Þú ert ungur enn.
Ég legg þér mikla ábyrgð á herðar.
Vildi að ég hefði getað beðið, þangað til þú værir eldri,
ohbolítið færari um að taka við rekstrinum ...“
„En pabbi,
Vertu, vertu ekki að hugsa um mig, það er allt í lagi með mig,
Nú ert það þú, pabbi.“
„Þar komstu með það, drengur, þú sagðir það.
Þú kallaðir mig pabba, en ég er það ekki.
Ég er ekki pabbi þinn, nei,
Ég er ekki faðir þinn, heldur móðir þín,“ sagði hann,
„Faðir þinn var ríkur kaupmaður í Stambúlí.“
Geir Kristjánsson þýddi.
'x
122