Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 66
Tímarit Máls og menningar ekki frest um augnablik, og þær heimildir, sem hvergi eru geymdar nema í minni aldraðs fólks, þær verða ekki grafnar upp úr kirkjugörðum eins og sumar aðrar fornleifar. En til þess að kleift væri að finna þetta fólk og bjarga þeirri vitneskju, sem bjargað verður, þyrfti að verja einhverju broti af þeirri upphæð, sem eytt hefur verið í að finna fallega fossa, silungsár og önnur nátt- úruundur til að virkja þau og skemma. Það væri t. d. alls ekki fráleitt að hafa svosem 10 manns á launum við þetta næstu 10 ár. Það væri álíka kostnaður árlega og við varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, svo að dæmi sé nefnt úr fjárlögum. En enda þótt fjármálayfirvöld teldu þetta ekki sambærilegt þjóðþrifamál, þá yrði það strax skref í rétta átt, þótt ekki væri annað gert en taka upp kennslu í þjóðfræðum við Háskóla íslands. Ekki endilega kennslunnar vegna sem slíkrar, heldur til þess að stúdentar gætu tekið sér prófverkefni í þessari grein og á þann hátt kannað eitthvert afmarkað svið, sem ella lægi afskipt og óbætt. Stofnun kennaraembætta í þessum greinum er að vísu á áætlun Háskólans fram til 1980 og lítilsháttar fé er ætlað til þess á nýjustu fjárlög- um, en þetta mál þolir enga áratugs hið. Hér hefur verið klifað nokkuð á þörfinni fyrir aukinn mannafla til að safna upplýsingum um þjóðhætti frá síðustu 100 árum. Og stundum hvarfla að manni sjálfsásakanir um manndómsleysi og ódugnað. Hvers vegna kom- um við sjálfir ekki meiru í verk, þar sem þetta er okkar aðalstarf? Þessi van- metakennd grípur t. d. um sig, þegar maður les ummæli Jónasar frá Hrafna- gili í Skírni árið 1914, 5 árum eftir að hann hefur söfnun sína, en þar kveðst hann þegar hafa safnað allmiklu, „þó að eigi sé það hálfhúið enn. Til þess að geta gert það nokkurn veginn úr garði, þyrfti maður að sitja a. m. k. eitt sumar á Landsbókasafninu og ferðast síðan a. m. k. tvö sumur um þá hluta lands vors, sem helzt væri fengjar að vænta í þá átt.“4 — Hví ættum við svo að þurfa meiri liðskost, menn á hezta aldri? Bæði er nú, að Jónas átti ekki í sama kapphlaupi við tímann (eða dauð- ann) og við gerum, og í öðru lagi hugsaði Jónas sér þetta sem yfirlitsrit og gerði því ekki sömu smásmuglegu nákvæmniskröfur og nú eru í tízku og mörgum þykja heldur hvimleiðar. Því er það, að enda þótt rit hans sé furðu- mikið afrek miðað við tíma og aðstæður, þá getur það verkað villandi, því að menn hafa náttúrlega hneigð til að alhæfa það, sem í bókinni stendur, jafnvel þótt Jónas taki sjálfur varfærnislega til orða. Beztur heimildarmaður er Jónas sem vonlegt er um siði og venjur í Eyjafirði og Skagafirði, en varð- andi marga landshluta varð hann að styðjast við frásagnir einstakra manna, 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.