Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 80
Tímarit Máls og menningar En hvað sem því líður — tilraunastarf til æfingar verður að vera skipulagt og það verður að hafa skýran tilgang. Til þess að tilraunin takist eða gangi vel, þarf hún að vera hugsuð og undirbúin fyrirfram. Við lærum fyrir lífið er stundum sagt. í því felst m. a. sú nauðsyn, að mennt- un komi einstaklingnum að gagni og þá þjóðfélaginu líka eða sé í samræmi við þarfir þjóðfélagsins. Það er ekki nægilegt að menntun sé réttur og skylda hvers þjóðfélagsþegns, heldur verður um leið að skipuleggja allt skólanám þannig að ekki verði offramleiðsla eða offjölgun á sumum sviðum og skortur á öðrum. Menn kjósa líka yfirleitt, að öðru jöfnu, að stunda nám á því sviði, þar sem þeir vita að þörf er fyrir kunnáttu þeirra og starfskrafta að námi loknu. Nauðsynlegt væri að gera áætlun um fjölda menntamanna eða sérfræðinga, sem þörf er fyrir á ýmsum sviðum, nokkuð fram í tímann, 5—10 eða 15 ár. Menn sem eru að hefja nám, gætu þá haft hliðsjón af því. Á sumum sviðum virðist framleiðslan hafa verið langt umfram þörf undanfarið t. d. í læknis- fræði, enda starfar fjöldi íslenzkra lækna erlendis, sömuleiðis verkfræðingar og efnafræðingar. Menn, sem hefja nám, spyrja sjálfa sig eðlilega þeirrar spurningar, hvaða möguleikar séu á atvinnu að námi loknu. Verið getur að eftirspurn og fram- hoð ráði miklu á þessum markaði sem öðrum og má búast við, að aðsókn sé mest í þeim greinum, þar sem hæst laun eru greidd og mest framavon. Hér hefur tíðkazt upp á síðkastið, að miða laun sem mest við menntun eða menntagráðu og er stundum rökstutt með því, að menntamenn hafi kostað miklu til, bæði dýrmætum árum ævi sinnar og miklum fjármunum. Þess ber þó að gæta, að þeir sem stunda nám, eru yfirleitt að gera það, sem þeir helzt kjósa sér og mega það heldur kallast forréttindi en fórn. Ef námslán væru greidd þannig, að enginn þyrfti að neita sér um að stunda það nám, sem hugur hans girntist, sökum fátæktar, þá væri lærðum mönnum heldur ekki þörf á verulega hærri launum en ólærðum. Allt nám er vinna og stundum ströng vinna og ætti að greiða fyrir það kaup, sem aðra þjóðfélagslega nauðsynlega vinnu, a. m. k. háskólanám og annað sérnám. Þetta kaup er að vísu að nokkru leyti greitt nú þegar með námslánum og styrkjum, sem eru þó enganvegin fullnægjandi eins og kunnugt er. Vant er að segja hvað er raunveruleg eða sönn menntun í vísindum eða á hvaða sviði sem er — hvað þarf til að geta talizt sannmenntaður maður eða fullmenntaður. Og þó maður teljist fullnuma getur hann ekki hætt að 158
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.