Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 83
RœtSa á Víetnamfundi Fólki leiðast þessar fréttir um morð og napalm, árásir og undanhald, kvalir og pínu. Fátt sannar okkur fremur óeðli tímanna. Endurtekning hryllinganna sljóvgar fólk og í staðinn fyrir að finna til með þeim kvöldu, reiðist það yfir því að vera minnt á hörmungarnar. í reynd er löngu búið að segja allt um Víetnam. Það er búið að fordæma árás Bandaríkjamanna, lýsa sögulegri þróun landsins og gangi stríðsins, fólsku, kvölum, pyndingum, ránum, morðum, nauðgunum, spillingu, sprengjukasti, napalm, og öllu því sem fyrir getur komið í stríði. Það er engu við að bæta. Allir eru löngu búnir að fá nægilegt að vita til að geta tekið afstöðu. Þeir sem ekki hafa gert það enn, munu vart gera það héðan í frá. Hjá slíku fólki er sannleikurinn hjákona yfirvaldsins. En hvað kemur þetta stríð okkur við? Ég ætla ekki að gera því skóna, að við sem hér erum finnum svo fjarskalega mikið til með þjáningum fólksins þar. í okkar nánasta umhverfi er líka fólk sem þjáist, og kippa sér ekki allir upp við það. Nei — það er ekki fyrst og fremst mannúð heldur opnaði þetta stríð augu okkar fyrir blekkingu eigin umhverfis og varð æskufólki hvöt og fordæmi til athafna og haráttu. Svo mikil er oft lágkúra okkar, við þurfum blóðugt stríð til að hreinsa til í kollinum á okkur. Þetta eru ómennskir tímar. Þetta stríð opnaði augu okkar fyrir þeirri staðreynd, að við höfðum gert frelsið að goðsögn. Þjóðfélag okkar fullyrti og við höfðum ekkert sérstakt út á það að setja — að það hefði þegar uppfyllt æðstu kröfu mannsandans — FRELSIÐ. Siðferðileg tiltrú þegnanna á slíkt þjóðfélagsskipulag hlýtur að vera firna sterk. En þetta stríð afhjúpaði þá staðreynd að forystuland frelsisins lagði sig í líma við að drepa í dróma frelsisbaráttu sárfátækrar og langkúgaðrar bænda- þjóðar sem var svo ósvífin að heimta frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Og þegar Bandaríkin sögðust vera að verja frelsi okkar í Víetnam, þá sauð endanlega uppúr, því þá var þetta orðið okkar stríð, og við urðum að taka afstöðu. Og svo er það hitt, það sem kalla má siðferðilega reiði. Óréttlætið fyllir huga okkar smán og okkur finnst við hafa verið svikin. En smánin og reiðin eru upphaf byltingarkennds hugarfars, hugarfars sem tortryggir allt og dregur flest í efa, en bylting er hugarástand, ekki kröfu- göngur eða pólitísk slagorð. 11 TMM 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.