Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 104
Tímarit Máls og menningar eins og ég hefði gert eitthvað á hlut þeirra. Mörg villidýrin, sem ég hef ekki angrað á minnsta hátt, hafa margsinnis reynt að gleypa mig, margar eitur- slöngur hafa reynt að stinga mig; á mörgum stöðum hefur ekki vantað mikið á að fljúgandi skordýr hafi etið mig upp inn að beini. Ég vil ekki staldra lengur við hinar daglegu hættur, sem vofa stöðugt yfir manninum og eru svo margar, að forn heimspekingur gat ekki fundið betra læknisráð gegn óttanum, en að alla hluti bæri að óttast. Sjúkdómar hafa heldur ekki látið mig í friði, jafnvel þó að ég væri — og sé enn — ekki aðeins hóf- semdarmaður, heldur algjör bindindismaður á allar líkamlegar nautnir. Ég hef oft undrazt stórum, að þú skyldir hafa áskapað okkur jafn ástríðu- fulla og óseðjanlega löngun eftir nautnum, svo að án þeirra verður líf okkar eins og slitið frá því, sem þvi er eðlilegt að þrá, eins og ófullgerður hlutur. En á hinn bóginn hefur þú búið svo um hnútana, að af öllum mannlegum athöfnum er fróun þessarar þrár það skaðlegasta fyrir krafta og heilbrigði líkamans, hefur almennt hinar hörmulegustu afleiðingar fyrir einstaklinginn, og vinnur meira en nokkuð annað gegn langlífi. En þó ég hafi nær alltaf og algjörlega haldið mig frá hvers konar lystisemdum, þá hef ég ekki farið varhluta af fjölda ólíkustu sjúkdóma, sumir hafa jafnvel sett mig í lífshættu, aðrir hafa ógnað einstökum limum mínum, eða þá hótað mér tilveru ennþá vesælli en þeirri, er ég hafði lifað fram að þessu; allir hafa þessir sjúkdómar þjakað sálu mína og pínt líkama minn dögum og mánuðum saman með þúsundum þjáninga og verkja. Þó sérhver okkar uppgötvi nýjar þjáningar í hverjum veikindum, og jafnvel meiri óhamingju en venjulega (eins og mannlífið sé ekki nógu ömurlegt hversdags), þá hefur þú vissulega ekki bætt okkur það upp með tímabilum sérlega góðrar heilsu, er gæti veitt okkur einhverja sérstaka ánægju sem stæði öðru framar að mikilleik og gæðum. í löndum, sem liggja að mestu undir snjó, hef ég nær blindazt af birtunni, eins og svo oft gerist með Lappana í landi þeirra. Sólin og loftið, svo mikil- væg og nauðsynleg fyrir líf okkar að án þeirra getum við ekki verið, einnig þau reita okkur og særa í sífellu: stundum með rakanum, stundum með hit- anum, stundum með ofbirtunni, stundum með kuldanum, þannig að aldrei er hægt að vistast undir berum himni án þess að verða fyrir meiri eða minni óþægindum. í rauninni minnist ég þess ekki að hafa lifað einn einasta dag án einhverrar þrautar, hinir dagarnir eru mér óteljandi, sem ég hef lifað án minnsta snefils af ánægju. Ég sé því að nauðsyn þjáningarinnar er jafn mikil og óseðjanleiki hinnar nautnasjúku ástríðu, friðsælt líf jafn óhugsandi og friðlaust líf án eymdar. Því hef ég komizt að þeirri lokaniður-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.