Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 110
Timarit Máls og menningar
A. m. Jc. eJcfci svo nokfcru nemi
„Framsóknarflokkurinn hefur gersamlega
brugðizt þeirra skyldu lýðræðisflokks að
sjá til þess að í þeirri ríkisstjórn, sem nú
situr við völd fái kommúnistar a. m. k. ekki
tækifæri til þess að fjalla um öryggismál
þjóðarinnar, svo nokkru nemi.“
LeiSarí 22. okt.
Tll félagsmaima Máls og mennmgar
í bréfi því frá Ingimar Júlíussyni, umboðsmanni Máls og menningar á Bíldudal, sem birt
er hér á eftir með góðfúsu leyfi hans, eru ýmsar eftirtektarverðar athugasemdir um
starfsemi og bókaval Máls og menningar. Það er mjög vel þegið að heyra sjónarmið fé-
lagsmanna um þessi efni, og væri vel til fallið að Tímaritið notaði dálítið af rúmi sínu
fyrir umræður um starf Máls og menningar og möguleika sómasamlegrar bókaútgáfu
yfirleitt. Er óskandi að bréf Ingimars geti orðið upphaf slíkra umræðna, en stjórn Máls
og menningar mundi við tækifæri gera grein fyrir sínum sjónarmiðum.
Því miður eru síðustu hefti Tímaritsins seint á ferðinni eins og oft áður, og ef satt skal
segja er þar við ramman reip að draga, meðan ritstjórn Tímaritsins er algjör aukavinna
manna sem hafa annars nóg að gera. Það mun nú verða leitað ráða til að rækja ritstjórn
Tímaritsins betur en verið hefur, og verður stefnt að því fyrst að koma reglu á útkomuna
á árinu 1973.
í næsta hefti verður gerð grein fyrir útgáfubókum Máls og menningar á árinu 1972.
Leiðréttingar
í næstneðstu línu í neðanmálsgrein á bls. 6 í síðasta hefti Tímaritsins (grein Friðriks
Þórðarsonar) stendur „Tíflis á serbnesku", á að vera: „Tíflis á serknesku".
Ennfremur eru eigendur Tímaritsins beðnir að leiðrétta prentvillu í 2. hefti 1970
(grein Petru Pétursdóttur, í gömlu Reykjavík). Þar stendur á bls. 140, 4. línu að neðan:
„á vegamótum hjá Gunku“, á að vera: „á egtamótum hjá Gunku“.
188