Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 77
Innan og utan við krosshliðið Slaufa á saltfiskinn Ekkert í Brekkukotsannál gerir jafn miklar kröfur til lesandans og saga Garðars Hólms. Hinn íroníski sögumaður okkar, Alfgrímur ungi, gerir það að verkum að við verðum stöðugt að geta í eyðurnar; mikill hluti af sögu Garðars gerist utan bókar, kemur til okkar í brotakenndum endurlitum þar sem frásögnin færist frá alvöru yfir í góðlátlegt grín eða íroníu og yfir í napurt háð. Sjálfur er Garðar Hólm í raun íronísk persóna í þeim skilningi að hann kemur fram sem tveir menn í bókinni, saga hans gerist á tveimur sviðum sem koma ekki saman fyrr en undir bókarlok. Og þó má segja að hann sé miðpunkturinn í öllum átökum bókarinnar. Tilvera Álfgríms er nánast kyrrstæð á tímabilunum á milli heimkoma Garðars og staða hans sem sögumanns er þannig staða vitnisins, áhorfandans. Fyrstu persónu sögur af þessu tagi, þar sem sögumaður er ekki aðalpersóna, fá allt annað svipmót og yfirbragð en sögur þar sem sögumaður er fyrst og fremst að segja eigin sögu. Þær verða alla jafna lygnari, rólegri og í meira jafnvægi af því að sögumaður er ekki staddur í hringiðu átakanna miðri heldur í jaðri þeirra. Sögumaðurinn hlýtur þó alltaf að vera fjarska áberandi í fyrstu persónu sögu; það er hann sem segir frá: sér, skilur og skrifar, og sjónarhorn hans verður því alltaf sjónarhorn okkar að einhverju leyti — þó að hann sé ekki aðalpersóna og þó að hann sé íronísk persóna.6 Ef Brekkukotsannáll er lesinn sem saga Álfgríms og Brekkukots fyrst og fremst er að mínu viti horft fram hjá íroníu bókarinnar, því sem Álfgrímur er að skilja smám saman í sögunni og því sem Álfgrímur eldri og söguhöfundur eru að fara með bókinni. Og hvað er það? Hvers vegna leggur Álfgrímur eldri sig eftir öllum tiltækum heimildum um Garðar Hólm og örlög has, auk þess sem hann veit sjálfur? Hvers vegna segir Álfgrímur eldri þessa sögu? Björn í Brekkukoti telur að „blautfiskurinn komi fyrst í lífi sérhvers manns“(267). Þessi lífsskoðun liggur til grundvallar öllu mati í Brekkukoti. Allt er þar metið eftir notagildi sínu; maður blessar kúna en sveiar hundinum, jafnvel Guð almáttugur hefur sína ákveðnu notkun í Brekkukoti og er ekki til umræðu umfram hana. Hagnýtishyggja þessi á sér að sjálfsögðu forsendur í reynslu afa og 195
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.