Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 22
Tímarit Máls og menningar hans og það er mjög algengt að eftir því sem íraminn eykst taki hann að fást við verkefni sem eru hvert öðru lík. Þetta er dapurleg saga sem ekki á sér margar undantekningar. Flestir leikarar eyða tíma sínum á svipaðan hátt og aðrir borgarar. En það skiptir ekki öllu máli hvort þeir fást við fánýta hluti eða gagnlega; aðalatriðið er að það sem þeir gera snertir sjaldnast á nokkurn hátt það sem hlýtur að skipta þá öllu máli — að standa ekki í stað sem listamenn. En hvar getur leikarinn unnið að þessu markmiði? Eg hef oft og mörgum sinnum unnið með leikurum sem byrja á því að fullvissa mig um að þeir feli sig fullkomlega í mínar hendur en eru síðan gersamlega ófærir um að brjóta eitt andartak þá mynd sem þeir hafa gert af sjálfum sér og umlykur innra tóm þeirra eins og hörð skel. I þau skipti sem tekist hefur að komast inn úr þessari skel hafa áhrifin verið svipuð og þegar sjónvarpsskermur brotnar. í Englandi virðumst við allt í einu hafa eignast glæsilegan nýjan hóp ungra leikara — það er eins og við sjáum tvær raðir manna ganga út úr verksmiðju í gagnstæðar áttir: önnur röðin þyrpist út grá og þreytt, hin skálmar fram, fersk og lifandi. Okkur sýnist sú síðarnefnda vænlegri til afreka en hin. Þetta er að nokkru leyti rétt, en undir lokin verður nýja vaktin jafn þreytt og grá og sú gamla því að starfsskilyrðin hafa ekkert breyst. Menn hafa lengi gert sér ljóst að fáir leikarar geti dafnað til lengdar án fastrar ráðningar. En fast starf hjá sama leikhúsinu er heldur engin trygging gegn dauðri leiklist ef stofnunin hefur ekkert markmið, aðferð eða skóla. Og með skóla á ég að sjálfsögðu ekki við stað þar sem leikarinn getur liðkað líkamann og haldið sér í sæmilegri þjálfun. Sterkir vöðvar eru ekki nægilegir til að þroska list fremur en að nokkur geti orðið píanóleikari á því einu að æfa skalann. Samt sem áður sitja miklir píanóleikarar marga klukkutíma á dag við fingraæfingar og japanskir málarar æfa sig alla ævi í því að draga fullkominn hring. Fáar listir útheimta meira en leiklistin og leikari sem á ekki kost á látlausri skólun festist fyrr eða síðar í sama farinu. Gagnrýnandinn Hverjum er þá hægt að kenna um dauða leikhússins? Svo oft hefur gagnrýnendum verið bölvað í sand og ösku að halda mætti að þeir ættu mestan þátt í að drepa niður list þess. Við kvörtum yfir þeim sýknt og heilagt eins og „krítíkerarnir“ séu sama litla klíkan sem þeysi á milli Parísar og New York og fremji sömu meginskyssurnar á öllum meiri háttar mynd- listarsýningum, tónleikum og leiksýningum. Við horfum allt of oft fram hjá því að fjölmargt torveldar gagnrýnandanum að leysa starf sitt vel af hendi: blöðin, kröfur lesendanna, tímaleysið, takmarkað rými á síðum 388
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.