Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 26
Tímarit Máls og menningar
skuld koma stöku sinnum fyrir frábærar undantekningar frá þessari reglu.
En nú er mér efst í huga samanburður á því sem er skrifað fyrir kvikmynd-
irnar og því sem kemur fram af nýjum leikritum fyrir sviðið. Þegar reynt er
að líkja eftir veruleikanum í nýskrifuðu leikriti verður eftirlíkingin oft-
astnær meira áberandi en veruleikinn; þegar sýna á sálarlíf fólks er sjaldnast
boðið upp á annað en gamlar og útslitnar týpur. Ef deilur eru viðfangsefnið
ber varla við að þær þróist yfir í verulega áhugaverð átök; ef leggja á mat á
lífsgæðin verður yfirleitt lítið annað úr því en safn af fallega skrifuðum
setningum. Þótt höfundurinn ætli að gagnrýna félagslegar meinsemdir
kemur hann varla nokkurn tíma við kaunin á einum né neinum og vilji
hann aðeins vekja hlátur hefur hann ekki annað til þess en gamalkunnar,
þrautreyndar brellur.
Afleiðingin er sú að við neyðumst til að velja á milli þess að sviðsetja góð
og gömul verk og ný verk sem okkur þykir ekki nógu góð, til þess eins að
„fylgjast með tímanum". Leikhúsfólk getur einnig fitjað upp á nýju leikriti
sjálft eins og þegar hópur leikara og höfunda í Konunglega Shakespeare
leikhúsinu vildi sviðsetja leikrit um Vietnamstríðið, en ekkert slíkt var til.
Þá var hafist handa við að semja leikrit og nota spuna og hópvinnu í stað
þess að semja í byrjun samfelldan texta. Ef hópurinn hefur miklu að miðla
getur afrakstur slíkrar hópvinnu orðið margfalt ríkulegri en eitt bágborið
höfundarverk, en það sannar ekkert í sjálfu sér. Enginn (sam)starfshópur
getur gætt verk þeirri skerpu og festu sem höfundurinn er einn fær um að
veita því.
Fljótt á litið sýnast fáir vera jafn frjálsir og leikskáldið sem getur fært
allan heiminn upp á leiksvið sitt. Þegar til kastanna kemur er hann þó furðu
uppburðalítill. Hann lítur á allt lífið í kringum sig, og eins og við hin sér
hann aðeins lítið brot af því, og síðan fær hann áhuga á einni hlið þessa
brots. Til allrar óhamingju reynir hann sjaldnast að setja þetta litla brot sem
hann vinnur með í samband við einhverja stærri heild — eins og innsæi
hans næði til alls sem er og veruleiki hans væri veruleikinn sjálfur. Það er
engu líkara en oftrú hans á eigin skarpskyggni komi í veg fyrir að hann geri
upp á milli þess sem hann hefur fyrir augunum og þess sem hann hefur
aðeins hugsað um. Og síðan sitjum við uppi með tvenns konar höfunda:
annars vegar þann sem fer á kaf inn í eigin vitund og leitar fyrir sér í
hálfrökkri sálarinnar, og hinn sem forðast þessi svið og heldur sig við ytri
veruleikann einan saman. Að sjálfsögðu trúa þeir því báðir að þeirra
heimur sé allur heimur.
Hefði Shakespeare aldrei verið uppi myndum við eflaust ímynda okkur
að þessir tveir höfundar gætu aldrei mæst. En leikhús Elísabetartímans var
til og fordæmi þess ögrar okkur án afláts. Fyrir fjögurhundruð árum gat
392