Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 27
Dauða leikhúsið
leikskáld dregið fram atburðamynstur umheimsins og flókið sálarlíf ein-
staklinga þar sem óskir og angist togast á og látið þessi öfl mætast í
dramatískum átökum. Dramað varð afhjúpun, andstaða og mótsögn, greip
hugi manna föstum tökum og fæddi smám saman af sér dýpri skilning á
lífinu. Shakespeare var hátindur þessa leikhúss en hann skorti ekki und-
irstöðu því að baki honum stóðu tugir minni leikskálda, allir e. t. v. ekki
miklir hæfileikamenn en þó jafn staðráðnir í að takast á við þrautir
samtímans. Eigi að síður væri hrikalegt ef einhver reyndi að endurlífga
þetta leikhús í sinni upprunalegu mynd. Við hljótum því að velta þessu
máli betur fyrir okkur og huga betur að hinum sérstöku eiginleikum Shake-
speares.
Um eitt megum við vera viss. Shakespeare notaði sömu einingu og við
gerum enn í dag, þ. e. fáeinar klukkustundir af tíma áhorfendanna. Á
þessar klukkustundir þjappaði hann ótrúlega ríkulegum efniviði. Þessi
efniviður spannar samtímis óendanlega fjölbreytt svið, hann kafar djúpt og
rís til hæða. Til þess að ná markmiðum sínum varð höfundurinn að ná á
vald sitt allri tiltækri tækni, bundnu og óbundnu máli, hverskonar fjöl-
breyttum leikatriðum til að vekja spennu, kátínu, óróa; og höfundurinn
hafði umfram allt meðvitað mannlegt og félagslegt markmið sem helgaði
efnisval og efnismeðferð. Á því byggðist leikhús hans. Að slíku markmiði
verða höfundar nútímans einnig að leita. Einnig verða þeir að gera sér grein
fyrir því hvað þeir vilja í leikhús.
Ég ætla að dvelja enn um stund við vanda höfundarins. Þarfir leikhússins
hafa vissulega breyst, en þær breytingar eru ekki bara undir tískunni
komnar. Málið er ekki svo einfalt að höfundurinn geti endurbætt tjáningar-
tæki sitt með því einu að hafa fingur á slagæð áhorfendanna. I langan tíma
hafa leikskáld komist upp með að flytja yfir til leikhússins verðmæti frá allt
öðrum sviðum. Menn hafa ályktað sem svo, að úr því að höfundur gæti
„skrifað“ — þ. e. sett saman orð og setningar á fallegan hátt — hlyti hann að
geta samið verk fyrir leiksvið. Væri maður fær um að flétta saman sögu á
trúverðugan hátt var það talið stórt skref í átt til þess að geta skrifað
frambærileg leikrit. Á seinni árum hefur dómgreind áhorfenda vaxið svo að
færni af þessu tagi, það sem oft er nefnt „traust handverk“, á ekki lengur upp
á pallborðið hjá þeim. Þess í stað hafa menn vaknað til aukinnar vitundar
um þá möguleika sem miðillinn sjálfur býr yfir. Mönnum er nú ljóst að
leiksviðið er leiksvið — en ekki staður til að endursegja skáldsögu eða ljóð
eða fyrirlestur. Jafnvel þó að leikritahöfundur beri líf sitt og áhrif frá lífinu
umhverfis inn í verk sitt er rétt stefna verksins aðeins einhvers virði að svo
miklu leyti sem hún er grundvölluð á máli leikhússins. Þetta má sjá með því
að skoða öll þau leikrit sem hafa verið samin til þess að koma á framfæri
393