Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 27
Dauða leikhúsið leikskáld dregið fram atburðamynstur umheimsins og flókið sálarlíf ein- staklinga þar sem óskir og angist togast á og látið þessi öfl mætast í dramatískum átökum. Dramað varð afhjúpun, andstaða og mótsögn, greip hugi manna föstum tökum og fæddi smám saman af sér dýpri skilning á lífinu. Shakespeare var hátindur þessa leikhúss en hann skorti ekki und- irstöðu því að baki honum stóðu tugir minni leikskálda, allir e. t. v. ekki miklir hæfileikamenn en þó jafn staðráðnir í að takast á við þrautir samtímans. Eigi að síður væri hrikalegt ef einhver reyndi að endurlífga þetta leikhús í sinni upprunalegu mynd. Við hljótum því að velta þessu máli betur fyrir okkur og huga betur að hinum sérstöku eiginleikum Shake- speares. Um eitt megum við vera viss. Shakespeare notaði sömu einingu og við gerum enn í dag, þ. e. fáeinar klukkustundir af tíma áhorfendanna. Á þessar klukkustundir þjappaði hann ótrúlega ríkulegum efniviði. Þessi efniviður spannar samtímis óendanlega fjölbreytt svið, hann kafar djúpt og rís til hæða. Til þess að ná markmiðum sínum varð höfundurinn að ná á vald sitt allri tiltækri tækni, bundnu og óbundnu máli, hverskonar fjöl- breyttum leikatriðum til að vekja spennu, kátínu, óróa; og höfundurinn hafði umfram allt meðvitað mannlegt og félagslegt markmið sem helgaði efnisval og efnismeðferð. Á því byggðist leikhús hans. Að slíku markmiði verða höfundar nútímans einnig að leita. Einnig verða þeir að gera sér grein fyrir því hvað þeir vilja í leikhús. Ég ætla að dvelja enn um stund við vanda höfundarins. Þarfir leikhússins hafa vissulega breyst, en þær breytingar eru ekki bara undir tískunni komnar. Málið er ekki svo einfalt að höfundurinn geti endurbætt tjáningar- tæki sitt með því einu að hafa fingur á slagæð áhorfendanna. I langan tíma hafa leikskáld komist upp með að flytja yfir til leikhússins verðmæti frá allt öðrum sviðum. Menn hafa ályktað sem svo, að úr því að höfundur gæti „skrifað“ — þ. e. sett saman orð og setningar á fallegan hátt — hlyti hann að geta samið verk fyrir leiksvið. Væri maður fær um að flétta saman sögu á trúverðugan hátt var það talið stórt skref í átt til þess að geta skrifað frambærileg leikrit. Á seinni árum hefur dómgreind áhorfenda vaxið svo að færni af þessu tagi, það sem oft er nefnt „traust handverk“, á ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim. Þess í stað hafa menn vaknað til aukinnar vitundar um þá möguleika sem miðillinn sjálfur býr yfir. Mönnum er nú ljóst að leiksviðið er leiksvið — en ekki staður til að endursegja skáldsögu eða ljóð eða fyrirlestur. Jafnvel þó að leikritahöfundur beri líf sitt og áhrif frá lífinu umhverfis inn í verk sitt er rétt stefna verksins aðeins einhvers virði að svo miklu leyti sem hún er grundvölluð á máli leikhússins. Þetta má sjá með því að skoða öll þau leikrit sem hafa verið samin til þess að koma á framfæri 393
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.