Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 31
Silja Aðalsteinsdóttir „Alltaf ein, það er best“ Um svipað leyti og þetta hefti TMM kemur út verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Skilnaður. Tvær forsýningar voru á verkinu á Listahátíð í vor og þess vegna gefst sjaldgæft tækifæri til þess nú að birta hugleiðingar um nýtt leikverk á þessum vettvangi. Kjartan Ragnarsson brýtur blað í eigin höfundarsögu með þessu nýja leikriti. Fyrsta leikritið sem hann skrifaði, Saumastofan, var að ýmsu leyti nýstárlegt að formi, með stíifærðum sögum í söng og leiknum atriðum inni í leikritinu, en öll verk hans síðan hafa verið fremur hefðbundin stofuleikrit þótt efni þeirra hafi stundum komið á óvart, ekki síst í Jóa, næsta verki á undan Skilnaði. I Skilnaði tekur Kjartan sér mikið frelsi í tjáningu. Leikritið er sviðsett úti í sal í Iðnó, áhorfendur sitja á fjóra vegu þannig að helst þurfa þeir að sjá leikritið frá öllum sjónarhornum áður en þeir dæma það. Þeir þurfa líka að ímynda sér allt umhverfi annað en það skákborð örlaganna sem leikið er á, vera fljótir að átta sig á því eftir leikhljóðum og fasi hvenær sögupersónur eru heima hjá sér, hvenær í vinnunni, hvenær annars staðar og þá hvar, í fortíð eða nútíð. Klippingin er stundum svo hröð að sýningin krefst allrar athygli áhorfandans, hann verður að ráða í öll tákn jafnóðum til að detta ekki út. Allir leikendurnir nema einn leika mörg hlutverk og eru grímur notaðar, ekki eiginlega til að skilja milli hlutverka heldur fremur til að taka andlitin af leikurunum þegar þeir leika „almannaróm“ eða andlits- lausan massa fólks — í hugarheimi aðalpersónunnar, á balli, í fermingarveislu eða á sjúkrahúsi. Sviðssetningin þarf að vera hröð til að blær verksins verði réttur, skili til áhorfenda taugaæsingi persónanna og hraða og stressi nútímalífs. Nokkrar senur leikritsins sýna á stílfærðan hátt fáránleika samfélags okkar betur en hefur áður verið gert í íslensku verki, ég nefni bara brandarana í veislunni og aðsóknina að aðalpersónunni á ballinu. Búningur þessa verks er nýstárlegur miðað við fyrri verk Kjartans en efni þess er ekki eins nýstárlegt. Skilnaður hjóna er tískuefni skáld- sagna, kvikmynda, sjónvarps- og sviðsleikrita, jafnvel ljóða — að ég tali nú ekki um raunveruleikann — svo að hugmyndin hefur verið nærtæk. 397
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.