Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 32
Tímarit Máls og menningar
En efnisumfjöllun Kjartans er allóvenjuleg eins og ætti að koma fram
hér á eftir.
Skilnaður gefur áhorfendum í upphafi stílfærðar skyndiupplýsingar um
líf hjónanna Kristínar og Arna. Kristín er í ljósum á sviðinu og á meðan
sækja að henni raddir kunningjanna, klifandi á ýmsu sem þeim finnst
matur í varðandi þau hjón. Það kemur fram að þau eru á fimmtugsaldri,
vel stæð og halda sér vel. Hann er lögfræðingur, hún er nýbyrjuð að
vinna úti eftir tveggja áratuga hlé. Þau eru nýlega flutt í nýtt hús með
öllum þægindum, m. a. nýtísku ljósalampa, og eiga eina dóttur um
tvítugt. Allt virðist öruggt og óhagganlegt, en um leið fáum við
tilfinningu um þau standi á krossgötum. „Barnið“ getur flutt að heiman
hvenær sem er, Kristín er loksins orðin fjárhagslega sjálfstæð og Árni
hefur verið minntur á endalokin, hann er búinn að fá hjartakast.
Kristín hefur áhyggjur af honum, en hann vísar öllu slíku á bug.
I öðru atriði milli þeirra hjóna kemur í ljós hver viðbrögð Árna eru
við veikindum sínum: Hann ætlar að reyna að endurheimta æskuna
með því að yngja upp hjá sér og nú vill hann skilnað.
Kristín hefur verið vernduð inni á heimilinu gegn lífinu fyrir utan allt
sitt líf og haft allt til alls. Ekkert í upprifjunum hennar í leikritinu
bendir til þess að hún eigi vondar eða leiðinlegar minningar frá þessum
árum, þótt ákveðin tákn, einkum þegar ljósalampinn lokast yfir hana,
megi skilja sem svo að heimilið sé henni í rauninni gröf. Nú hrynur
heimur hennar til grunna. Maðurinn fer, dóttirin flæmist að heiman
undan sjálfsásökunum móðurinnar og kunningjarnir hafa allir meiri
áhuga á manninum og nýju glæsilegu konunni hans en Kristínu. Líf
hennar stendur opið, nakið og varnarlaust.
Geðbrigði Kristínar við þetta áfall kannast eflaust margir við. Þar
skiptast á reiði, auðmýkt, örvænting, sérkennileg blanda af blindu og
næmi á tilfinningar annarra, vorkunnsemi gagnvart þeim sem líka eiga
bágt og beiskja gagnvart hinum. Leikritið er héðan í frá þroskasaga
Kristínar, og persónusköpun hennar varð sannfærandi á salargólfinu í
Iðnó þar sem hún breyttist úr varfærinni konu með eyðilagt sjálfsálit í
sjálfsörugga, veraldarvana konu sem veit hvað hún ætlar sér.
Tvennt styður einkum og undirbyggir þróun Kristínar, annars vegar
margvísleg og oft hastarleg reynsla hennar í einkalífinu eftir að Árni fer
og sem myndar hróplega andstæðu við lognmolluna þægilegu í hjóna-
bandinu, hins vegar velgengni hennar í starfi. Hún er snjöll kona og vel
398