Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar En efnisumfjöllun Kjartans er allóvenjuleg eins og ætti að koma fram hér á eftir. Skilnaður gefur áhorfendum í upphafi stílfærðar skyndiupplýsingar um líf hjónanna Kristínar og Arna. Kristín er í ljósum á sviðinu og á meðan sækja að henni raddir kunningjanna, klifandi á ýmsu sem þeim finnst matur í varðandi þau hjón. Það kemur fram að þau eru á fimmtugsaldri, vel stæð og halda sér vel. Hann er lögfræðingur, hún er nýbyrjuð að vinna úti eftir tveggja áratuga hlé. Þau eru nýlega flutt í nýtt hús með öllum þægindum, m. a. nýtísku ljósalampa, og eiga eina dóttur um tvítugt. Allt virðist öruggt og óhagganlegt, en um leið fáum við tilfinningu um þau standi á krossgötum. „Barnið“ getur flutt að heiman hvenær sem er, Kristín er loksins orðin fjárhagslega sjálfstæð og Árni hefur verið minntur á endalokin, hann er búinn að fá hjartakast. Kristín hefur áhyggjur af honum, en hann vísar öllu slíku á bug. I öðru atriði milli þeirra hjóna kemur í ljós hver viðbrögð Árna eru við veikindum sínum: Hann ætlar að reyna að endurheimta æskuna með því að yngja upp hjá sér og nú vill hann skilnað. Kristín hefur verið vernduð inni á heimilinu gegn lífinu fyrir utan allt sitt líf og haft allt til alls. Ekkert í upprifjunum hennar í leikritinu bendir til þess að hún eigi vondar eða leiðinlegar minningar frá þessum árum, þótt ákveðin tákn, einkum þegar ljósalampinn lokast yfir hana, megi skilja sem svo að heimilið sé henni í rauninni gröf. Nú hrynur heimur hennar til grunna. Maðurinn fer, dóttirin flæmist að heiman undan sjálfsásökunum móðurinnar og kunningjarnir hafa allir meiri áhuga á manninum og nýju glæsilegu konunni hans en Kristínu. Líf hennar stendur opið, nakið og varnarlaust. Geðbrigði Kristínar við þetta áfall kannast eflaust margir við. Þar skiptast á reiði, auðmýkt, örvænting, sérkennileg blanda af blindu og næmi á tilfinningar annarra, vorkunnsemi gagnvart þeim sem líka eiga bágt og beiskja gagnvart hinum. Leikritið er héðan í frá þroskasaga Kristínar, og persónusköpun hennar varð sannfærandi á salargólfinu í Iðnó þar sem hún breyttist úr varfærinni konu með eyðilagt sjálfsálit í sjálfsörugga, veraldarvana konu sem veit hvað hún ætlar sér. Tvennt styður einkum og undirbyggir þróun Kristínar, annars vegar margvísleg og oft hastarleg reynsla hennar í einkalífinu eftir að Árni fer og sem myndar hróplega andstæðu við lognmolluna þægilegu í hjóna- bandinu, hins vegar velgengni hennar í starfi. Hún er snjöll kona og vel 398
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.