Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 35
„Alltaf ein, það er best“ leikrits hans liggur sú harkalega þróun sem hjónabandsstofnunin hefur tekið með þróun samfélagsins í iðnríkjum. Af öllum upprunalegum hlutverkum hjónabandsins er bara eitt eftir: að vera fólki andlegur stuðningur, næra það tilfinningalega milli þess sem það stendur sig úti á hinum harða vinnumarkaði. í>etta er erfitt hlutverk eitt sér, einkum þegar makar koma báðir sárir úr stríði atvinnulífsins á kvöldin og ætlast til að fá andleg smyrsl sem nægja þeim næsta sólarhring. Kannski er það þess vegna sem hjónaband Arna og Kristínar brestur þegar hún fer líka út að vinna og þarf að fá skilning og stuðning heima fyrir eftir vinnu eins og Arni hefur gert öll hjónabandsár þeirra. Forsenda samlífs þeirra var þá ekki gagnkvæmur trúnaður heldur þörf hans fyrir einkaþjónustu. Ennþá betur á þessi skýring þó við sambúð Baddýjar og Odds sem eru óskólagengið erfiðisfólk og geta ekki losað sig frá streitunni eftir erfiðan dag í leigubílaharkinu og hreingerningunum með því að tala saman og greina aðstæður sínar. Þau skilja þær ekki og lái þeim hver sem vill. Þá er gripið til ráða hins orðlausa, ofbeldisins, og eftir barsmíðarnar koma tuttugu rósir í kjötsúpupottinn — látið blómin tala. Lausn á þessum vanda getur ekki verið sá einstaklingsbundni flótti frá tilfinningalegum átökum sem felst í niðurstöðu Kristínar. Ekki heldur einstaklingsbundin hefnd Baddýjar, þótt hvort tveggja sé afar skiljanlegt og e. t. v. óumflýjanlegt í því samfélagi sem Kjartan sér í kringum sig og sýnir í verkinu. Vandinn er samfélagslegur og verður að leysa með umbyltingu á reglum samfélagsins. í stað þess að hver skammti einum og einum öðrum tilfinningar sínar er augljóst að það verður að ala fólk upp í að dreifa þeim. Skipta sér af öllu og öllum í stað til þess að loka sig inni og láta sér ekki koma við hvernig öðrum líður; vera óhræddur við að láta uppi hvernig manni líður sjálfum og hætta um leið á að einhver meiði mann. Tilhneigingu til þessa fannst mér ég verða vör við í Kisuleik eftir Istvan Orkény í Þjóðleikhúskjallaranum í vor, þeim dýrlega mannlífsdansi. Þar fannst mér líka höfundur vinna með þá hugmynd að manneskjulegra mannlíf blómstraði þar sem ekki er kapítalískt hagkerfi. Skilnaður Kjartans Ragnarssonar er svartsýnt verk að efni, en eins og við er að búast af þessum höfundi er textinn markviss og fyndinn og leikrænt er verkið hugmyndaríkt og áhrifamikið. TMM 111 401
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.