Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 38
Tímarit Máls og menningar
bókmenntir og listir: „Form listaverks er ekkert annað en fullkomin
skipulagning innihalds þess, gildi formsins er því fullkomlega háð
innihaldinu."
2. Það er rækilega undirstrikað að listin eigi sér engan samastað í
raunveruleikanum, heldur sé hún þvert á móti sjálfstæður heimur sem gera
þurfi barninu aðgengilegan. Hér er enn um misskilning að ræða, sem er
reyndar dæmigerður fyrir hið borgaralega viðhorf til listarinnar, er miðar
að því að skilgreina listina sem sérstætt fyrirbæri, óháð raunveruleikanum.
Að skilningi þeirra sem standa að hinu borgaralega barnaleikhúsi er listin
hugtak sem haft er um sjálfstæðan heim: heim ljóðsins, fegurðarinnar,
ævintýrisins, skáldskaparins og — einsog hvað eftir annað er tekið fram —
heim ímyndunaraflsins. Það er í fyllsta samræmi við þennan skilning á
listinni þegar finnsk-sænski rithöfundurinn Christina Anderson segir í
grein sem birtist í Þjóðviljanum 1. apríl 1981 undir heitinu „Barnaleikhús
er spennandi": „Eg vil leyfa fantasíunni að njóta sín.“ Andspænis þessum
fjölskrúðuga hugtakareit langar mig að gaumgæfa nánar (hið bláa) blóm
ímyndunaraflsins.
Hvernig vill Christina Anderson stuðla að því að ímyndunaraflið fái að
njóta sín? Til að fá svar við þeirri spurningu skulum við líta á leikrit hennar
„Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala“, en þetta leikrit setti Þórunn
Sigurðardóttir á svið í Alþýðuleikhúsinu veturinn 1980—81. I umræddu
leikriti er ekki einungis verið að flytja áhorfendum þann „manneskjulega
og skynsamlega boðskap“ að mönnum sé skylt að haga breytni sinni við
heyrnleysingja á þann veg að þeir síðarnefndu njóti sömu réttinda og aðrir.
Hitt er ekki minna um vert, að þessi lífsnauðsynlegi skáldskapur á aukreitis
að vera gæddur meðvituðum skáldlegum neista. Hinn skáldlegi neisti
birtist okkur með þeim hætti að vandamál heyrnarlausra eru slitin úr öllu
samhengi við okkar eigin raunveruleika og færð inní veröld kónga, kóngs-
dætra, prinsa og dreka — þeim er m. ö. o. valinn staður í ríki sem líta má á
sem einhverskonar sambræðing konungsveldis og ævintýris.
Hér fær ímyndunaraflið semsé að blómstra, — þetta er hin mikla
opinberun skáldskaparins! Þarmeð hefur skáldskaparlistinni verið markað-
ur bás í ímynduðum og óraunverulegum heimi. Við skulum taka annað
dæmi: „Vatnsberana“ eftir Herdísi Egilsdóttur, sem Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstýrði veturinn 1978 — 79 og sömuleiðis var sýnt á fjölum Alþýðuleik-
hússins. Sá „manneskjulegi og skynsamlegi boðskapur", sem fluttur er í
þessu verki, hljóðar svo: Það á ekki að skopast að eða níðast á þeim, sem
eru öðruvísi en fólk er flest, heldur eiga allir að gera sér far um að lifa í sátt
og samlyndi í hinum fjölskrúðuga mannlífsreit. Listræn umgjörð þessa
boðskapar er á þann veg, að við erum leidd inní veröld þarsem persónurnar
404