Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 43
Pilturinn sem fór útí heim verður að fá útrás. Með hliðsjón af fyrrnefndum orðum Þórunnar Sigurð- ardóttur um það „innihaldslausa rusl“ sem „ryður sér stöðugt lengra inn í heim barnsins“ mætti orða þetta svo: Það verður að sjá til þess að ímyndun- araflið sem fjölmiðlarnir (sjónvarp, erlend hasarblöð o. s. frv.) hafa bælt niður fái aftur að njóta sín. Þessu marki á að ná með aðferðum sem sam- ræmast hinu barnslega eðli. I þeim þremur leikritum sem hér hafa verið nefnd, Krukkuborg, Vatns- berunum og Kóngsdótturinni sem kunni ekki að tala, á að hleypa nýju lífi í ímyndunarafl barnsins, sem er aðframkomið af síflæði innihaldslauss óþverra, með því að teyma það inní ókunnug undralönd þarsem það getur gamnað sér við sögur sem ekki er á nokkurn hátt unnt að tengja við raunveruleikann og hafa því engin örvandi áhrif á vitsmunaþroska barnanna. I stað þess að snúast til varnar gegn þrúgandi áhrifum fjölmiðla á ímyndunarafl barna er þeirri blekkingu haldið á loft að unnt sé að rækta ímyndunaraflið í sérstökum heimi, handan alls raunveruleika. Þarmeð er einmitt verið að styðja það sem ætlunin var að andæfa, — engin tilraun er gerð til að efla ímyndunarafl barnsins á þann veg að það verði sjálft fært um að losa sig úr viðjum kúgunarinnar, heldur er því einungis vísað á und- anhaldsleið frá raunveruleikanum sjálfum. Sú sögulega, landfræðilega og samfélagslega staðleysa sem þarmeð er haldið að barninu blæs því í brjóst að raunveruleikinn og ímyndunaraflið séu tveir óskyldir heimar; með þessu lærir barnið jafnframt að sætta sig möglunarlaust við að þessi tvö svið sé fjarlægð hvort frá öðru. Astæðu þess misskilnings á eðli listarinnar, sem leiðir menn á áðurnefndar félagslegar villigötur, má rekja til einfeldnings- legrar og vanhugsaðrar fylgispektar við eitt þeirra sjónarmiða sem róman- tískir höfundar klifuðu á. Þeir voru nefnilega ólatir við að hamra á því að hið furðulega, röklausa og fjarstæðukennda hlyti að samsvara eðli barna, þareð þau væru ævinlega viljug til að búa til furðulegar, röklausar og fjarstæðukenndar sögur uppúr þurru. Þannig á semsé að réttlæta bunu- hornin, grænmetisgarðana framaná brjóstunum, börnin sem eru ræktuð í tunnum, drekana, prinsana, kóngsdæturnar og hafmeyjarnar, allan þennan mikla sæg af allskyns furðulegum fyrirbærum. Sem svar við þessu langar mig að vitna til orða Alfreds Brauners þarsem hann fjallar á gagnrýninn hátt um hugmyndafræði barnabókmennta. Hann segir m. a.: „. . . að börnin hefðu aldrei byrjað að hugsa um hinn ævintýralega heim álfa og annarra kynlegra fyrirbæra ef þeim hefði ekki verið sögð nein ævintýri. Það er útí hött að halda því fram að börnin hafi rambað á ævintýrin af sjálfsdáðum, þau hafi einhverja eðlislæga þörf fyrir hið furðulega sem sé þeim ásköpuð á sama hátt og næringarhvötin. Þetta er einfaldlega rangt. Auk næringarhvatarinnar hefur barnið þörf fyrir skilning á sjálfu sér og 409
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.