Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 43
Pilturinn sem fór útí heim
verður að fá útrás. Með hliðsjón af fyrrnefndum orðum Þórunnar Sigurð-
ardóttur um það „innihaldslausa rusl“ sem „ryður sér stöðugt lengra inn í
heim barnsins“ mætti orða þetta svo: Það verður að sjá til þess að ímyndun-
araflið sem fjölmiðlarnir (sjónvarp, erlend hasarblöð o. s. frv.) hafa bælt
niður fái aftur að njóta sín. Þessu marki á að ná með aðferðum sem sam-
ræmast hinu barnslega eðli.
I þeim þremur leikritum sem hér hafa verið nefnd, Krukkuborg, Vatns-
berunum og Kóngsdótturinni sem kunni ekki að tala, á að hleypa nýju lífi í
ímyndunarafl barnsins, sem er aðframkomið af síflæði innihaldslauss
óþverra, með því að teyma það inní ókunnug undralönd þarsem það getur
gamnað sér við sögur sem ekki er á nokkurn hátt unnt að tengja við
raunveruleikann og hafa því engin örvandi áhrif á vitsmunaþroska
barnanna. I stað þess að snúast til varnar gegn þrúgandi áhrifum fjölmiðla á
ímyndunarafl barna er þeirri blekkingu haldið á loft að unnt sé að rækta
ímyndunaraflið í sérstökum heimi, handan alls raunveruleika. Þarmeð er
einmitt verið að styðja það sem ætlunin var að andæfa, — engin tilraun er
gerð til að efla ímyndunarafl barnsins á þann veg að það verði sjálft fært um
að losa sig úr viðjum kúgunarinnar, heldur er því einungis vísað á und-
anhaldsleið frá raunveruleikanum sjálfum. Sú sögulega, landfræðilega og
samfélagslega staðleysa sem þarmeð er haldið að barninu blæs því í brjóst
að raunveruleikinn og ímyndunaraflið séu tveir óskyldir heimar; með
þessu lærir barnið jafnframt að sætta sig möglunarlaust við að þessi tvö svið
sé fjarlægð hvort frá öðru. Astæðu þess misskilnings á eðli listarinnar, sem
leiðir menn á áðurnefndar félagslegar villigötur, má rekja til einfeldnings-
legrar og vanhugsaðrar fylgispektar við eitt þeirra sjónarmiða sem róman-
tískir höfundar klifuðu á. Þeir voru nefnilega ólatir við að hamra á því að
hið furðulega, röklausa og fjarstæðukennda hlyti að samsvara eðli barna,
þareð þau væru ævinlega viljug til að búa til furðulegar, röklausar og
fjarstæðukenndar sögur uppúr þurru. Þannig á semsé að réttlæta bunu-
hornin, grænmetisgarðana framaná brjóstunum, börnin sem eru ræktuð í
tunnum, drekana, prinsana, kóngsdæturnar og hafmeyjarnar, allan þennan
mikla sæg af allskyns furðulegum fyrirbærum. Sem svar við þessu langar
mig að vitna til orða Alfreds Brauners þarsem hann fjallar á gagnrýninn
hátt um hugmyndafræði barnabókmennta. Hann segir m. a.: „. . . að
börnin hefðu aldrei byrjað að hugsa um hinn ævintýralega heim álfa og
annarra kynlegra fyrirbæra ef þeim hefði ekki verið sögð nein ævintýri.
Það er útí hött að halda því fram að börnin hafi rambað á ævintýrin af
sjálfsdáðum, þau hafi einhverja eðlislæga þörf fyrir hið furðulega sem sé
þeim ásköpuð á sama hátt og næringarhvötin. Þetta er einfaldlega rangt.
Auk næringarhvatarinnar hefur barnið þörf fyrir skilning á sjálfu sér og
409