Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 53
Gudbergur Bergsson Latneskur andi Þegar ég var ungur maður og hafði fengið daufan forsmekk af annarri menningu en hversdagsmenningu þá dreymdi mig að komast í ein- hverja snertingu við hámenningu og þá í París og að dvelja þar í nokkur ár, við að vinsa úr menningu latnesks anda það sem hentaði mér og menningu þjóðar minnar. Þannig hugðist ég auðga anda okkar beggja, þiggja og gefa í senn, matast og melta. Einhverra hluta vegna beindi ég hugarsjónunum sjaldan lengra suður á bóginn en að þeim stað þar sem París rís. Mig grunar að þá sjaldan ég renndi huganum sunnar hafi mér þótt að ég væri að ana inn á auðnir. París var sá punktur á landakortinu sem heillaði og stöðvaði hugarsjónina. Aðstæðurnar, og að einhverju leyti eðli mitt, hafa samt hagað málum þannig að ég hef aldrei dvalið líkamlega langdvölum á þeim slóðum sem stöðvuðu athygli mína í æsku. Þegar til kastanna kom var borgin París of dýr fyrir minn auma fjárhag, og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum á fátæklegri slóðum í ódýrari löndum öllu sunnar, á þeim stöðum sem ég hafði haldið að væru auðn og svo fastar klappir að engin leið væri að blanda geði við grjótið. Ahugi minn á hinni ímynduðu menningu — sem var ímyndun mín af því ég hafði aldrei kynnst henni í raun — spratt af áhuga mínum á málaralist og ljóðum, og áhuginn blossaði upp eftir örstutt kynni af mönnum sem höfðu haldið að heiman út í óvissuna sem ríkti á meginlandi Evrópu eftir stríð. Þetta voru lítt menntaðir menn sem óttuðust ekki óvissuna. Þótt menn þessir hefðu ekki haldið til Parísar til að mála, syngja eða yrkja, heldur fóru þeir einvörðungu þangað af þrá og lifðu á að safna drasli og selja, þá tengdi ég þetta fremur óíslenska framtak þeirri sömu óstýrilátu ástríðu sem rak fátæka lista- menn hinna ýmsu þjóða til Parísar í byrjun aldarinnar. Mennirnir höfðu safnað pappír, flöskum og drasli sér til viðurværis í borg borganna, og þörf þeirra líktist þörf listamannsins fyrir að standa föstum fótum í óvissunni og ævintýrinu, löngun hans til að drepa drauminn með því að lifa hann og gera hann hversdagslegan, þannig að hægt sé að dreyma endalaust aftur nýja drauma ennþá æðri. Þannig dreymdi mig framhald af draumum þessara manna. 419
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.