Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 54
Tímarit Mdls og menningar En þegar ég lagði af stað fór ég langt suður fyrir endapunktinn París. Pegar ég kynntist fólki á þessum suðlægari slóðum, fólki sem heillaðist af framandi heimi lista og menningar, hinu svo nefnda menntafólki, þá komst ég að raun um að umræðum sínum beindi það jafnan í norður og þá til Parísar. Orsjaldan flaug hugsun þess lengra norður. I huga miðjarðarhafsmannsins var norðrið aðeins frosið þak yfir lágri menn- ingu. Þegar best lét í samræðum brá þetta suðræna menntafólk sér í dagsferð norður til Brussel, einungis vegna tveggja drykkfelldra franskra skálda sem sniðgengu landamæri. Þetta þótti mér kynlegt. Fannst mér þá heimurinn eða sú framhlið sem að okkur snýr líkjast mannslíkamanum, og beindu útlimir hans sjónum sínum til naflans, því eina öri sem vitnar óumdeilanlega um fæðingu mannsins, en önnur ör sem vitna um fæðingu menningarinnar eru leynd í sálinni. Þetta renndi enn tryggari stoðum undir grun minn að naflinn á evrópskri menningu væri Parísarborg. Nú lagði ég hugann í bleyti. Aleit ég þá að ég hefði leitað frá útkjálka til útlima en ekki til naflans, og var þá sýnt af þessu að þegar á hólminn kemur sækir útkjálkamaðurinn ævinlega næringu í soðpotta lítilla menningarsvæða, hann treystir sér ekki til að ganga rakleitt í kjötketil menningarkjarnans. Kannski ræður útkjálkamaðurinn við enga menn- ingu aðra en þá sem er áþekk hans eigin, því ef útkjálkamaðurinn hyggst snerta á heimsmenningunni þá verður hann henni annað hvort að bráð og týnist eða hún fer í handaskol hjá honum eða breytist í fánýtt glingur. „Litlir bógar líkir þér verða að láta sér nægja að gera stutt strandhögg á stærri heildir,“ sagði ég við sjálfan mig. „Þú verður annað hvort að kroppa eins og fuglinn eða kafna við stóra bita.“ Þó hefur það ýmsa kosti að vera útkjálkamaður. Utkjálkamaðurinn fær oftast gott næði til íhugana. Allar dyr standa honum opnar af því hann er ekki „hættulegur". Ef hann situr ekki í lágu mýrarfeni föður- landsástar og heimótta heldur á hól, þá fær hann sæmilegt útsýni yfir graslendi, urðir og sanda erlendra þjóða. Og fleira er landslag en ræktaðir garðar og himinhá fjöll. Fljótt fór mér þess vegna að vera ljóst, hvaða viðhorf latneskir menn hafa til náttúrunnar. Líkt og hjá öðrum þjóðum er slíkt viðhorf meginþáttur í skapgerð latneskra manna. Eg fór einnig að gefa gaum að hliðstæðum innan hinna óskyldu menningarheilda Evrópu. Meðal latneskra þjóða eru frakkar taldir vera mestu vitsmunaverurnar, enda kappkosta þeir að skilja allt rökréttum 420
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.