Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 54
Tímarit Mdls og menningar
En þegar ég lagði af stað fór ég langt suður fyrir endapunktinn París.
Pegar ég kynntist fólki á þessum suðlægari slóðum, fólki sem heillaðist
af framandi heimi lista og menningar, hinu svo nefnda menntafólki, þá
komst ég að raun um að umræðum sínum beindi það jafnan í norður og
þá til Parísar. Orsjaldan flaug hugsun þess lengra norður. I huga
miðjarðarhafsmannsins var norðrið aðeins frosið þak yfir lágri menn-
ingu. Þegar best lét í samræðum brá þetta suðræna menntafólk sér í
dagsferð norður til Brussel, einungis vegna tveggja drykkfelldra
franskra skálda sem sniðgengu landamæri.
Þetta þótti mér kynlegt. Fannst mér þá heimurinn eða sú framhlið
sem að okkur snýr líkjast mannslíkamanum, og beindu útlimir hans
sjónum sínum til naflans, því eina öri sem vitnar óumdeilanlega um
fæðingu mannsins, en önnur ör sem vitna um fæðingu menningarinnar
eru leynd í sálinni. Þetta renndi enn tryggari stoðum undir grun minn
að naflinn á evrópskri menningu væri Parísarborg.
Nú lagði ég hugann í bleyti. Aleit ég þá að ég hefði leitað frá útkjálka
til útlima en ekki til naflans, og var þá sýnt af þessu að þegar á hólminn
kemur sækir útkjálkamaðurinn ævinlega næringu í soðpotta lítilla
menningarsvæða, hann treystir sér ekki til að ganga rakleitt í kjötketil
menningarkjarnans. Kannski ræður útkjálkamaðurinn við enga menn-
ingu aðra en þá sem er áþekk hans eigin, því ef útkjálkamaðurinn
hyggst snerta á heimsmenningunni þá verður hann henni annað hvort
að bráð og týnist eða hún fer í handaskol hjá honum eða breytist í
fánýtt glingur. „Litlir bógar líkir þér verða að láta sér nægja að gera
stutt strandhögg á stærri heildir,“ sagði ég við sjálfan mig. „Þú verður
annað hvort að kroppa eins og fuglinn eða kafna við stóra bita.“
Þó hefur það ýmsa kosti að vera útkjálkamaður. Utkjálkamaðurinn
fær oftast gott næði til íhugana. Allar dyr standa honum opnar af því
hann er ekki „hættulegur". Ef hann situr ekki í lágu mýrarfeni föður-
landsástar og heimótta heldur á hól, þá fær hann sæmilegt útsýni yfir
graslendi, urðir og sanda erlendra þjóða. Og fleira er landslag en
ræktaðir garðar og himinhá fjöll.
Fljótt fór mér þess vegna að vera ljóst, hvaða viðhorf latneskir menn
hafa til náttúrunnar. Líkt og hjá öðrum þjóðum er slíkt viðhorf
meginþáttur í skapgerð latneskra manna.
Eg fór einnig að gefa gaum að hliðstæðum innan hinna óskyldu
menningarheilda Evrópu. Meðal latneskra þjóða eru frakkar taldir vera
mestu vitsmunaverurnar, enda kappkosta þeir að skilja allt rökréttum
420