Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 56
Tímarit Mdls og menningar borin á borð skiptir höfuðmáli. Og gleymum ekki að matargerðarlist þessara þjóða er stílfærð og krydduð. Algeng er sú skoðun hér á norðurslóðum að suðrænt fólk sé skapríkt og hafi lítt taumhald á tilfinningum sínum. Með þessu blanda menn saman frumstæðu tilfinningalífi og tilfinningaauðgi. Frumstæður ómenntaður maður er síst tilfinningaríkari en menntaður maður, þótt svo geti virst vera af því að hinn frumstæði þarf að tjá tilfinningar sínar með öllum líkamanum: höndum, tárum og hávaða. En hinn menntaði maður getur tjáð miklu ríkari tilfinningar í fáum orðum eða með einföldu vopni. Hinn frumstæði taumlausi maður er gjarna í augum norrænna manna dæmigerður suðurlandabúi, og stafar sú skoðun einvörðungu af því að óskýr og illa uppfræddur ferðalangur veitir fremur athygli æstum fiskimanni en menntamanni sem leitar að fágaðri framsetningu hugsunar sinnar í forsælu, fjarri hinni ertandi sól. Gests- augað er ekki alltaf glöggt. I raun er hinn dæmigerði suðurlandabúi ótrúlega tilfinningakaldur og hneigður fyrir að dvelja með hugann á þeim sviðum sem nálgast það að vera óhlutbundin og geometrísk. Hugsanir hans eru strangar, dregn- ar fáum dráttum með tiltölulega hreinum litum, líkt og málverk frá Endurreisnartímanum. Menning suðurlandabúans er traust bygging smíðuð af vandvirkni. Heili hans er eins. A huga hans þarf ýmislegt ógurlegt að dynja áður en hugsanagangurinn raskast. Við getum sett upp dæmi um tvo menn, latneskan og norrænan mann sem sitja að drykkju. Sá norræni er farinn að vaða elginn og ausa úr skálum tilfinninganna í stríðum straumum, rekja ætt sína og opna flóðgáttir hjartans, játa syndir sínar, gubba og leita að innihaldi hluta áður en komið er niður í hálfa flösku, og oft er ekki heil brú í hugsun hans. En latneski maðurinn getur haldið áfram að ræða um vanda- sömustu framsetningu lífsvandamálanna eftir vitsmunaiegum formúl- um þótt hann drekki flöskuna alla, svo traustar eru hugsanahefðir hans. Tíðum er þó frábær og glæsileg ræða hans aðeins dauð formstefna. Þannig leiðir hinn norræni maður skjótt hugann í hina hlýju tilfinninga- flækju en hinn latneski stefnir að yfirvegaðri framsetningu skipulegs hugsanagangs. Síst er því furða að norrænum skáldum er gjarnt að lýsa hinu „lífsglaða fólki“ í mynd fagurra kvenna með satan í sálinni. I konur þessar sem eru kaldari en klausturmúrar er hægt að sulla endalaust ástardrykkjum en þær finna varla á sér, þær ölvast aldrei af ást, myrkar 422
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.