Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 58
Tímarit Máls og menningar Leitin að sálinni og guði fór fram í latneskum görðum sem kepptu við náttúruna. Með tímanum varð garðurinn tákn hins latneska anda og bar öll einkenni hans. Vespesíanus keisari lét fyrstur klippa gróður þann sem óx í görðum hans. Keisarinn er því faðir þess garðs sem nú er almennt kallaður franskur garður. Garðurinn er náttúra, heimur sem hönd og vilji mannsins hafa smíðað og breytt. Garðurinn varð einnig með tímanum tákn þeirrar spildu heilans sem menn hugsa á. Að rækta garðinn sinn er að rækta hugarfarið, hugsun og lífsviðhorf, og slík viska er frá frökkum komin á okkar nútímavarir. Skoðum þá garða og höfum jafnframt hugfast allt þjóðlífið, þótt við nefnum það hvergi. I frönskum garði eru öll form geometrísk. Garðurinn er ekki skipu- lagður þannig að unun sé að flatmaga sig í honum, eins og á enskri grasflöt, heldur er þar allt heldur óþægilegt fyrir líkamann. Bekkir eru harðir og bakið á þeim beint. Þeir eru ævinlega undir trjám sem veita forsælu, aldrei þar sem sól skín. I sólinni eru lausir stólar, og þú borgar fyrir að sitja á þeim í lauslæti sólargeislanna. Bekkirnir eru smíðaðir fyrir alvarlega þenkjandi fólk sem situr í forsælu og hugsar, les eða ræðir um heimspeki en rennir stöku sinnum augum til dúfna í ástar- leikjum á stígnum. I frönskum garði er sérhvert tré og runni klippt þannig að lauf- skrúðið myndi geometrísk form: keilur, kúlur, þríhyrning. Stígar eru breiðir og eftir þeim eiga að rölta settlegir menn og konur með kjölturakka. Hárið á rökkunum er einnig klippt eftir kúnstarinnar reglum, því hár á hundum fær jafnvel ekki að vaxa óhindrað og frjálst heldur í ætt við flatarmálsfræði, klippt í hringa, hárdúska; og hund- urinn veifar ekki skotti heldur keiluformi. Einstakt dæmi um geometríska franska hugsun er að sjá í kvik- myndinni I fyrra í Maríenbad. Par í garði var mönnum og konum stillt upp í heildarsamruna sem laut formi garðsins og náttúru hugsunarinn- ar. Fólkið var form meðal forma. Og það er ekki einvörðungu landslagið sem verður að lúta viljanum, heldur líkaminn líka, einkum líkami konunnar sem sífellt er verið að fjalla um sem helstu plágu mannlífsins. Sérhver kjóll og hárgreiðsla franskra tískufrömuða ber vott um rökhugsun og þjóðfélagshyggju. Hver saumur, hvert hár er beygt undir lögmál viljans. Líkaminn er ekki til þess gerður að vinna störf, hann er stílfærð fegurð, helst kynlaus 424
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.