Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 62
Tímarit Máls og menningar
buxum og konurnar ilmuðu af dýrum ilmvötnum. Meðal þeirra voru
gamlar konur og virðulegar frúr sem gengu við silfurbúinn staf.
Listfræðingurinn talaði af þeirri andagift og heillandi framsetningu
sem frönskum menntamönnum einum er lagið. Framsetning og form-
festa efnis og máls líktist skemmtigarði, velsnyrtum og akademískum,
en jafnframt var hinn andlegi reitur ljóðrænn og andagift fyrirlesarans
var hlýr en vekjandi andblær. René varð hvergi á í messunni þrátt fyrir
óeirðirnar fyrir utan og hann lýsti innri gerð listar Leonardos af glöggu
innsæi.
Þegar fyrirlestrinum lauk og hið prúðbúna og hámenntaða fólk gekk
settlega og skipulega út án troðnings höfðu einhver byltingarsamtök
landbúnaðarverkamanna tekið Gulbenkíanstofnunina herskildi og gef-
ið hana af sínu örlæti allri þjóðinni. „Þjóðin á þessa stofnun og fólkið,“
sagði tötrum klæddur bóndi sem sá eflaust stofnunina aðeins sem stórt
og reisulegt hús en grunaði ekki hið andlega hlutverk hennar.
Hið prúðbúna hámenntaða fólk sá hinn æsta gjafmilda lýð en lét sem
ekkert hefði gerst, þótt það hefði kafnað úr svitalykt í þvögunni ef ilm-
vötnin góðu hefðu ekki varið nasir þess.
Hölt eldri kona með rauðmáluð kinnbein gekk í áttina að hinum æsta
lýð og studdist við silfurbúinn staf. Hún hugðist skoða ritverk Renés
sem voru til sýnis í glerkassa innarlega á ganginum. Þar voru
landbúnaðarverkamennirnir hvað æstastir og strengdu þess heit og
fullvissuðu sjálfa sig með hrópum „að sameinað verkafólk verði aldrei
sigrað“. Þetta var eitt af kjörorðum byltingarinnar.
Þegar hin gamla, halta, snyrta og örlítið afdankaða frú lyfti
veikbyggðum silfurbúna stafnum hörfuðu hinir samanreknu verka-
menn undan henni í lotningu og hrökkluðust inn í aðalfyrirlestrasal
stofnunarinnar. Fjöldi fagurbúinna kvenna fylgdi höltu kynsystur sinni
og lét fögur orð falla um ritverk Renés, einkum um Les puissances de
l’image, enda er háttur menntaðs fólks að hrósa upp í hástert því sem
það hefur hvorki lesið né hefur hugmynd um eða skilur.
Tveir karlmenn og þrjár konur, þar á meðal sú halta, renndu augum
inn í stóra fyrirlestrarsalinn að verkamönnunum, og kona spurði:
Hvaða fólk var þetta annars?
Byltingarmenn, svaraði maðurinn.
Ekki rak ég augun í þá á fyrirlestrinum um hina byltingarsinnuðu list
Leonardos, sagði konan. Hvaða erindi eiga þeir þá?
428