Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 65
Ástrádur Eysteinsson
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna
1. Formálsorð og fyrirvarar
Gagnrýni er nauðsynleg í bókmenntum og listum eins og á öðrum sviðum
þjóðlífsins. Rithöfundar og listamenn þarfnast aðhalds frá þjóðfélaginu og
einn meginþáttur þess aðhalds er opinber gagnrýni. En hitt vill oft
gleymast að gagnrýnin sjálf þarfnast einnig aðhalds og það þarf að vera
víðtækara en kvartanir yfir einstökum ritdómum. Það þarf líka að
gagnrýna gagnrýnina.
Hér á eftir verður fjallað um blaðagagnrýni bókmennta og er nauðsyn-
legt að gera greinarmun á henni og fræðilegri gagnrýni í bókmenntaritgerð-
um. Fræðigreinar eru oftast ítarlegri og kafa dýpra í einstaka þætti
skáldverka. I þeim er oftast hægt að gera ráð fyrir fyrirfram þekkingu
lesenda á viðfangsefninu, en slíkt getur blaðagagnrýnandinn vart leyft sér.
Hann þarf hins vegar ekki, eins og bókmenntafræðingurinn, að gera grein
fyrir því innan hvaða rannsóknarramma hann vinnur og hvaða aðferðum
hann beitir. I blaðagreinum er einnig minna um fræðilegan rökstuðning og
undirbyggingu gagnrýninnar (enda rýmið yfirleitt minna) og þar er lítið
sem ekkert um beinar og ættfærðar tilvitnanir í aðrar bækur eða fræðirit. A
hinn bóginn getur blaðagagnrýnandinn sjaldan „stytt sér leið“ með notkun
fræðilegra hugtaka, því sífellt verður að hafa í huga að efnið er ætlað hinum
almenna blaðalesanda. Þó má segja að blaðagagnrýnandinn búi við mun
meira frelsi en fræðimaðurinn, bæði í framsetningu og uppbyggingu; hvers
konar útúrdúrar, innskot og hugleiðingar geta orðið mun eðlilegri í
meðförum hans, auk þess sem hann ræðir oft hvernig honum hafi líkað
lestur bókarinnar, hvernig hún hafi verkað á hann o. s. fr. en slíkt er
sjaldgæfara í fræðiskrifum. Þetta „frelsi“ þýðir þó ekki að röksamhengi
blaðadóma megi vera minna en í fræðiskrifum; það verður ætíð að standast
rýni lesandans.
A milli þessara tveggja gagnrýniflokka má svo ætla stað ritdómum í
bókmenntatímaritum eins og TMM og Skírni, en ekki ætla ég að meta
hvorum flokknum þeir standa nær, enda mun þar eflaust bregða til beggja
átta.
Um fræðilega gagnrýni hefur mikið verið skrifað og vantar ekki að
forsendur hennar, aðferðir og hlutverk hafi verið rækilega skilgreind og
gagnrýnd frá ýmsum hliðum. Fátt hefur hins vegar verið skrifað um
blaðagagnrýnina og sætir furðu hve lítt þeirri gagnrýni er sinnt sem snýr að
431