Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 67
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna blaðagagnrýni komna í þessa stöðu. En ég tel slíka hættu ætíð vera fyrir hendi og að hana beri að varast. Endurbótatillögur Baumgarts finnst mér hins vegar aðfinnsluverðar. Hann vill skilja algerlega í sundur þá tvo meginflokka gagnrýni sem ég ræddi í upphafi, fræðilegu gagnrýnina, sem hann kallar „Kritik“ og blaðagagnrýni (eða bókmenntaumfjöllun í fjölmiðlum almennt), en um hana notar hann enska orðið „review“. Hin fyrrnefnda eigi þá að stunda alvarlega greiningu verka og miðast við lesendur sem þekkja þau fyrir, en sjálfur vill Baumgart stunda þá síðarnefndu og kynna bækur fyrir lesend- um „sem vita ekkert um viðkomandi bók eða þá aðeins af afspurn.“ Ekki fæ ég betur séð en Baumgart eigi, með því að takmarka sig við slíka bóka- kynningu, á hættu að ganga endanlega inn í hlutverk það sem hann hefur svo stór orð um að ofan. Að sjálfsögðu markast hlutverk gagnrýninnar að miklu leyti af því við hvers konar lesendur skrifin eru miðuð. Að mínu mati mega ritdómar alls ekki verða eingöngu „bókafréttir" fyrir þá sem ekki þekkja viðkomandi verk. Þá vanrækir ritdómarinn undirstöðu starfs síns, sem jafnframt er báðum gagnrýniflokkunum sameiginleg, nefnilega gagnrýnina sjálfa, það að rýna í verk, greina það og taka afstöðu á þeim grundvelli. Nú kann við fyrstu sýn að virðast erfitt að gera slíkt nema reiknað sé með lesendum sem þekkja verkið. En einmitt í þessu felst kannski stærsti vandi blaðagagnrýn- andans; hans erfiða hlutskipti er að skrifa fyrir báða þessa lesendahópa í senn. Þennan vanda leysa gagnrýnendur á mismunandi hátt, t. d. með stuttri samantekt á aðstæðum sögunnar, atburðum hennar og persónum, svo að sjálf greining sögunnar sé ekki merkingarlaus fyrir þá sem þekkja hana ekki fyrir. Aðrir eru lagnir við að skrifa „gagnsæja“ greiningu, þ. e. þannig að efnið komi smám saman fram í greiningunni. Eg held það megi fullyrða að vandinn sé ekki óyfirstíganlegur. Þessi meginvandi gagnrýnandans leiðir hugann að eðli blaðagagnrýninn- ar sem starfs. I framhaldi af því sem að ofan var sagt, sýnist mér að blaða- gagnrýni eigi sér stað á milli fréttamennsku og fræðistarfa. Ef hún gerist of fræðileg hættir hún á áhugaleysi hins almenna blaðalesanda. Mér sýnist þó ekki mikil ástæða til að óttast slíkt í íslenskri blaðagagnrýni. Meiri ástæða er til að velta fyrir sér hvað gerist þegar gagnrýnandinn setur sig í stellingar fréttamannsins. Að sínu leyti hafa ritdómar upplýsingagildi; í og með eru þeir lesnir til fróðleiks líkt og aðrar greinar og almennar fréttir. Ekkert er við þetta óhjákvæmilega kynningarhlutverk að athuga svo lengi sem það verður ekki höfuðatriði í ritdómnum, en það er einmitt það sem gerist allt of oft. Umfjöllun um skáldverk líkist oft hinum óskeikula flutningi staðreynda TMM V 433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.