Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 67
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna
blaðagagnrýni komna í þessa stöðu. En ég tel slíka hættu ætíð vera fyrir
hendi og að hana beri að varast.
Endurbótatillögur Baumgarts finnst mér hins vegar aðfinnsluverðar.
Hann vill skilja algerlega í sundur þá tvo meginflokka gagnrýni sem ég
ræddi í upphafi, fræðilegu gagnrýnina, sem hann kallar „Kritik“ og
blaðagagnrýni (eða bókmenntaumfjöllun í fjölmiðlum almennt), en um
hana notar hann enska orðið „review“. Hin fyrrnefnda eigi þá að stunda
alvarlega greiningu verka og miðast við lesendur sem þekkja þau fyrir, en
sjálfur vill Baumgart stunda þá síðarnefndu og kynna bækur fyrir lesend-
um „sem vita ekkert um viðkomandi bók eða þá aðeins af afspurn.“ Ekki fæ
ég betur séð en Baumgart eigi, með því að takmarka sig við slíka bóka-
kynningu, á hættu að ganga endanlega inn í hlutverk það sem hann hefur
svo stór orð um að ofan.
Að sjálfsögðu markast hlutverk gagnrýninnar að miklu leyti af því við
hvers konar lesendur skrifin eru miðuð. Að mínu mati mega ritdómar alls
ekki verða eingöngu „bókafréttir" fyrir þá sem ekki þekkja viðkomandi
verk. Þá vanrækir ritdómarinn undirstöðu starfs síns, sem jafnframt er
báðum gagnrýniflokkunum sameiginleg, nefnilega gagnrýnina sjálfa, það
að rýna í verk, greina það og taka afstöðu á þeim grundvelli. Nú kann við
fyrstu sýn að virðast erfitt að gera slíkt nema reiknað sé með lesendum sem
þekkja verkið. En einmitt í þessu felst kannski stærsti vandi blaðagagnrýn-
andans; hans erfiða hlutskipti er að skrifa fyrir báða þessa lesendahópa í
senn. Þennan vanda leysa gagnrýnendur á mismunandi hátt, t. d. með
stuttri samantekt á aðstæðum sögunnar, atburðum hennar og persónum,
svo að sjálf greining sögunnar sé ekki merkingarlaus fyrir þá sem þekkja
hana ekki fyrir. Aðrir eru lagnir við að skrifa „gagnsæja“ greiningu, þ. e.
þannig að efnið komi smám saman fram í greiningunni. Eg held það megi
fullyrða að vandinn sé ekki óyfirstíganlegur.
Þessi meginvandi gagnrýnandans leiðir hugann að eðli blaðagagnrýninn-
ar sem starfs. I framhaldi af því sem að ofan var sagt, sýnist mér að blaða-
gagnrýni eigi sér stað á milli fréttamennsku og fræðistarfa. Ef hún gerist of
fræðileg hættir hún á áhugaleysi hins almenna blaðalesanda. Mér sýnist þó
ekki mikil ástæða til að óttast slíkt í íslenskri blaðagagnrýni. Meiri ástæða
er til að velta fyrir sér hvað gerist þegar gagnrýnandinn setur sig í stellingar
fréttamannsins.
Að sínu leyti hafa ritdómar upplýsingagildi; í og með eru þeir lesnir til
fróðleiks líkt og aðrar greinar og almennar fréttir. Ekkert er við þetta
óhjákvæmilega kynningarhlutverk að athuga svo lengi sem það verður ekki
höfuðatriði í ritdómnum, en það er einmitt það sem gerist allt of oft.
Umfjöllun um skáldverk líkist oft hinum óskeikula flutningi staðreynda
TMM V
433