Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar sem fréttum er ætlað að sinna, og hefur sams konar hlutlægnisblæ yfir sér. Augljósast er þetta í þeim ritdómum sem eru fyrst og fremst endursögn. Með þessu dylja ritdómar sitt rétta eðli, því þeir eru í raun miklu persónulegri skrif en fréttaflutningur. Enda er það svo að í kjölfar endur- sagnar fylgir yfirleitt dómurinn um verkið, staðhæfing um kosti þess eða galla. Rétt eins og endursögnin lítur sú staðhæfing gjarnan út fyrir að vera svo óhjákvæmileg og óumdeilanleg að lesandi gleymir að einungis er um að ræða álit einstaklings sem dæmir verkið frá eigin bæjardyrum (þetta tengist umræðunni um „yfirvaldið" hér að neðan). Og þegar þannig er komið held ég að ritdómar geti vel fallið inn í það hlutverk bókaauglýsinga (jákvæðra eða neikvæðra, eftir því hvaða dóm markaðsvaran fær) sem Baumgart ræðir um. Hvaða eiginleikum þurfa gagnrýnendur að vera búnir? Ég held, að hlut- verk gagnrýnandans sem lesanda verði að telja undirstöðu bókarýni og þar með ritdóma. Dagný Kristjánsdóttir og Þorvaldur Kristinsson leggja áherslu á þetta í grein hér í TMM: Frumforsenda allrar gagnrýni sem mark er á takandi er að hún sé borin fram af góðum lesendum, lesendum sem leggi sig alla fram við að skilja það sem höfundurinn hefur fram að færa og koma til móts við það. Þeir lesendur reyna eftir megni að forðast þá sleggjudóma sem yfirborðslegur lestur leiðir af sér.* I grein sinni „Um gagnrýni" talar Ólafur Jónsson einnig um að gagnrýnend- ur hljóti „fyrst og fremst að vera góðir lesendur eigi þeim að verða nokkuð ágengt.“5 En hvernig getum við skilgreint þennan „góða lesanda“ nánar? Telja má upp almenn atriði eins og mikla reynslu í bókmenntalestri, góða þekkingu á bókmenntum og sögu þeirra sem og að sjálfsögðu lifandi áhuga á því sem bókmenntir fjalla um, mannlífinu sjálfu. Og í umfjöllun um hið einstaka verk verður gagnrýnandi að hafa glöggt auga fyrir öllum megin- þáttum þess, allri formgerðinni. Líklega er það hér sem ætla má að skil verði með hinum „góða lesanda“ okkar og „almennum lesanda“ eða ímynd- uðum meðallesanda. Það má ætlast til að „góður lesandi" gaumgæfi búning verksins, form það sem viðfangsefnið hefur verið fellt í og orðið hefur órjúfanlegur hluti inntaksins við sköpun verksins, en jafnframt sá hluti sem almennir lesendur hugleiða oft ekki sérstaklega, þó hann hafi auðvitað grundvallaráhrif á lestur þeirra og móttöku verksins í huga þeirra. — Form verks, bygging, myndmál og stíll eru, svo notað sé orðalag Dagnýjar og Þorvalds, engu síður það sem „höfundur hefur fram að færa“ og góðir lesendur þurfa að „koma til móts við“, heldur en það sem til hægðarauka er stundum kallað „inntak“ eða „efni“ verks, en fyrirfinnst að sjálfsögðu ekki eitt og sér. 434
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.