Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 70
Tímarit Máls og menningar ritdómar ættu að vera áhugaverðir fyrir viðkomandi rithöfunda og þeim marktæk umsögn, mikilsverður vitnisburður um viðbrögð þjálfaðra les- enda (og á þetta ekki síst við um unga höfunda). En þessa hlið ritdóma má ekki ofmeta og vart er til góðs að gagnrýnendur miði greinar sínar við mögulega afstöðu rithöfundarins, — svo lengi sem verkinu er sýnd full virðing þarf gagnrýnandinn ekki að velta fyrir sér viðbrögðum höfundar. Eg get því t. d. ekki verið sammála Jóni skáldi úr Vör er hann segir í blaðagrein um gagnrýnina: Það er gagnrýnendanna að hjálpa ungu fólki að átta sig í tíma, víkja mönnum af rangri hillu yfir til hinnar réttu, þar sem hæfileikar þeirra njóta sín betur.8 Það kveður við svipaðan tón í grein sem Þráinn Bertelsson skrifaði á sínum tíma um blaðaritdóma, en þar harmar hann að muna „varla til þess, að hæfi- leikalausum rithöfundum hafi verið bent á að snúa sér að öðrum störf- um . . Hér er gagnrýnandanum ætlaður of hár sess; ef þetta væri hlutverk ritdómarans, væri hann á góðri leið með að breytast úr „góðum lesanda" í „yfirvald“ (sem er í andstöðu við þá hógværð sem Jón annars leggur áherslu á að gagnrýnendur ættu að temja sér). Það er einmitt þetta sem að mínu mati gerir suma ritdóma svo neikvæða: raust yfirvaldsins í þeim. Ef við lítum aftur á stöðu gagnrýnandans milli skáldverksins og lesand- ans, þá er ljóst að hann gegnir þar býsna mikilvægu miðlunarhlutverki. Rétt eins og er með stöðu gagnrýnandans gagnvart höfundinum, er einnig mikil hætta á að ofmeta eða rangmeta það meginhlutverk hans sem snýr að lesandanum. Hellmuth Karasek segir t. d.: Ritdómari er maður sem treyst hefur verið fyrir forvali; hann veitir við- skiptaþjónustu og verður þess vegna að byggja á ánægðum viðskiptavinum.10 Heinz Ohff tekur enn dýpra í árinni: Gagnrýni er í grundvallaratriðum nákvæmlega jafn mikilvæg og það sem gagnrýnt er — hvað væri mynt ef enginn væri til að koma henni í umferð?" Strax og þannig er farið að skoða gagnrýnina með augum verslunar- mannsins er hætta á að hún hrapi niður í hlutverk bókaauglýsingarinnar sem fyrr var rætt um. Jafnframt fær gagnrýnandinn þetta varhugaverða vald: hann er maðurinn sem á að segja fólki hvort ráðlegt sé að kaupa viðkomandi bók eða ekki. Nú stunda ritdómarar sem betur fer sjaldan beinlínis slíka ráðgjöf, en ég álít samt að allt of oft komi gagnrýnendur fram í gervi „yfirvaldsins“ í bókmenntalífinu. Of oft hljóma orð þeirra eins og þeir hafi undir höndum 436
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.