Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 74
Tímarit Máls og menningar má fyrir alla muni ekki rugla saman höfundi og persónum bókar, eins og hendir suma gagnrýnendur. Hin viktoríanska afstaða Karls læknis er auð- vitað ekki skoðun höfundar." Eftir að hafa fjallað um aðstæður aðalpersónunnar, ræðir Rannveig í sinni grein um eigin reynslu af sjúkrahúsum og þó svo þetta taki full mikið rými í stuttum ritdómi er ekkert út á slíka umræðu að setja, svo lengi sem hún þjónar viðfangsefninu (það skal þó tekið fram að ekki var átt við slíkar lífsreynslusögur er ég ræddi um „persónulega gagnrýni" hér að framan). Rannveig minnist síðan á stéttaskiptingu og valdbeitingu í sjúkrahúsi sögunnar og um „sjúklega" afstöðu læknanna. Ritdómar Gunnlaugs og Illuga, sem báðir eru lengri en þeir tveir síðast- nefndu, eiga það sameiginlegt að vera með miklum endursagnarbrag. Miklu rými er eytt í að rekja efni og gang sögunnar, tæplega helmingi hjá Gunnlaugi en ríflega tveim þriðju hjá Illuga. Eflaust eru skiptar skoðanir um hvort slíkt sé réttlætanlegt og mun ég víkja að því sérstaklega síðar. Báðir minnast þeir á óréttlátt skipulag spítalalífsins, en þó mjög stuttlega. — Gunnlaugur er svo eini gagnrýnandinn sem fjallar beinlínis um fyrri bók höfundar og gerir stuttan samanburð á verkunum tveim. Tel ég að þar mættu aðrir læra af honum. Það vakti nokkra furðu með mér að enginn gagnrýnendanna ræðir sér- staklega um tvískiptingu þá eða andstæður sem ganga í gegnum verkið og marka mjög byggingu þess: sjúkrahúsið og „heilbrigða" lífið utan þess, óttann og öryggið, lífið og dauðann. Veröld Sigrúnar er klofin (sbr. „Tveir aðskildir heimar?“, bls. 10; „Það var eins og hún væri tvær manneskjur“, 30), þetta kemur jafnvel fram í draumum hennar (23) og endurspeglast að sjálf- sögðu í heiti sögunnar. — En Sigrúnu lærist smám saman að þessir tveir aðskildu heimar, sem hún skynjar svo, sjúkrahúsið og þjóðfélagið, eru um margt líkir. Þetta verður grundvallaratriði í ritdómi Dagnýjar; hún bendir á að sjúkrahúsið sé þjóðfélag í þjóðfélaginu og rekur síðan samsvaranirnar hverja af annarri, stéttaskiptinguna, valdaafstæðurnar, samskipti fólksins. Hún fjallar síðan um ótta Sigrúnar sem og um félagslegar og kynferðislegar ástæður fyrir honum. Kosti við þennan ritdóm tel ég ótvíræða; hér er um að ræða þjóðfélags- lega gagnrýni frá ákveðnum sjónarhóli'6 sem ekki er reynt að fela. Frá þessum sjónarhóli veitir ritdómarinn lesanda skipulega og samfellda túlkun sína, greiningu á þeim þáttum sem hann telur bera verkið uppi, en tekur jafnframt fram að höfundur hefði að sínu mati mátt „ganga miklu lengra“. Að þ ví leyti er þetta jákvæð persónuleg gagnrýni — lesandi gerir sér fullkomlega grein fyrir hugmyndafræðilegri afstöðu ritdómarans og getur sjálfur tekið gagnrýna afstöðu til hennar. 440
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.