Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 76
Tímarit Máls og menningar virðist sá úrskurður í samræmi við ómannúðlega afstöðu þeirra yfirleitt og hvernig þeir skáka í skjóli valdsins. Það kemur því lesanda í opna skjöldu þegar Sigrún fer sjálf alvarlega að hugleiða þessa útskýringu á kvölunum og máttleysinu (141, 148—9). Lesandi hlýtur í bókarlok að velta fyrir sér þeirri mótsagnakenndu spurningu hvort læknarnir hafi haft rétt fyrir sér eftir allt saman og það sé móðursýki sem Sigrún ætlar sjálf að sigrast á utan sjúkrahússins. Eða hafa læknarnir bara náð að rugla Sigrúnu svona í ríminu? Eða — ef sjúkdómurinn er fyrst og fremst „líkamlegur“ — getur Sigrún nokkuð gert til að vinna bug á honum? Þannig er þessi saga, sem að öðru leyti er með (ný)raunsæju sniði, skilin eftir „í lausu lofti“ (það er því að vissu marki skiljanlegt að Jóhanna skuli rugla saman afstöðu lækna og söguhöfundar). — Enginn þeirra fimm gagnrýnenda sem hrifnir eru af bókinni minnast á þetta. Dagnýju finnst bókin „vel gerð“ og Rannveigu þykir „röksemdarfærslan bæði eðlileg og sjálfsögð.“ „Einhverja galla mætti benda á í uppbyggingu sögunnar“, segir Illugi, en finnst ekki taka því, vegna þess að „heildaráhrifin eru góð.“ Olafur Jónsson er eini gagnrýnandinn sem horfir ekki fram hjá þessum byggingargalla (DV 5. jan. 1982. Það mun sjaldgæft að fleiri en einn rit- dómur birtist um bók í sama dagblaði — áður hafði Rannveig skrifað 29. des. — en óneitanlega er mjög jákvætt að lesendur kynnist þannig fleiri en einu sjónarmiði). Hins vegar tel ég umfjöllun Ólafs um þennan bókargalla leiða hann á villigötur. Hann segir tveim sögum fyrir að fara í verkinu; önnur sé „spítalasaga“ sem sögð sé „með nýraunsæju móti“ og fjalli um vandamál Sigrúnar. „Hin sagan ætti að réttu lagi að geyma lýsingu þessa vanda, greiningu sjúkdómsins . . .“ Ólafi finnst „spítalasagan", sem hann greinir mjög ærlega, ekki fá staðist án hins söguefnisins, sem hverfur „að mestu á bak við það fyrra“, og kemst að þeirri niðurstöðu að „An skilmerki- legrar greiningar á sjúkdómi hennar hefur sagan í rauninni ósköp litlu að miðla nema tilfinningasemi sinni. Af henni er á hinn bóginn nóg í sögunni.“ Við skilgreiningu fyrrnefnds galla tel ég Ólafi hafa orðið á vel kunn gagnrýniglöp: að gera verki upp viðfangsefni og deila síðan á vanrækslu höfundar að glíma við það. Eg get hvergi séð þess merki að höfundur ætli að þróa í sögunni „greiningu“ á sjúkdómnum, né að lýsing þessa sjúkdóms myndi nokkurn vísi að sérstöku söguefni. Álit ritdómara á því hvað rit- höfundur hefdi átt að skrifa er ekki vænleg undirstaða gagnrýni og vel er hægt að benda á galla án þess að það leiði til slíkrar umfjöllunar. Tilvitnuð orð Ólafs koma einnig að öðru leyti mjög á óvart. Ef sagan hefur, án þessarar greiningar, „ósköp litlu að miðla nema tilfinningasemi sinni“, er þá „samneyti hinna kúguðu", samstaða þeirra og lífsbarátta, sem Ólafur fjallar um fyrr í greininni, bara hjóm eitt og ekki „miðlunarvert“? 442
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.