Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 87
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna Fullyrðingin í fyrstu málsgreininni hefur á sér þann blekkjandi hlut- lægnisblæ sem ég hef talað um. Hún fengi ekki staðist nema til væri regla um að það sé ætíð slæmur skáldskapur sem lætur skoðanir opinskátt uppi. Sú regla er sem betur fer ekki til.2' Auk þess skiptir auðvitað meginmáli hvernig skoðanirnar koma fram (hvort þær falla inn í söguefnið, sam- ræmast frásagnartækninni, o. s. frv.) en Jóhann fjallar ekki hið minnsta um það, né minnist hann yfirleitt á það hverjar þessar skoðanir séu. Sá gagnrýnandi sem klæðir skoðanir sínar í búning hlutlægni og beitir órökstuddum fullyrðingum án dæma úr verkinu getur vart reiknað með gagnrýnu hugarfari lesenda sinna. Þau lýsingarorð sem nælt er í verkið, ýmist til hróss eða lasts, eiga greinilega að segja lesandanum „sannleikann" um það, en ekki láta uppi persónulegt álit, uppgjör einstaklings við skáld- verkið. Það getur orðið allt að því ómögulegt fyrir lesandann að fá úr slíkri gagnrýni örvun til sjálfstæðra hugleiðinga. Greining og endursögn Auk ljósari persónulegra skoðana álít ég aukna greiningu skáldverka bestu leiðina til að forðast „fullyrðingagagnrýni". Með greiningu verks, lýsingu og umfjöllun þeirra þátta sem gagnrýnandinn telur öðrum fremur bera uppi heild verksins, fær hann sýnt fram á hvernig hann kemst að niður- stöðu sinni. Þá mun jafnframt koma í ljós að bak við þá niðurstöðu býr ákveðin túlkun, en ekki æðra innsæi eða óskeikul mælistika. Eftir að ritdómar eru komnir upp í vissa lengd hlýtur að fara að vegast á í þeim greining verks og endursögn þess. Mér hefur sýnst endursögnin vera eitt megineinkenni íslenskra ritdóma, a. m. k. undanfarin ár, og samfara henni fer undantekningalítið áhugaleysi á umgjörð þeirrar atburðarásar sem í verkinu felst og endursögð er. Þetta gildir jafnt um bókmennta- og leiklistargagnrýni, en Helga Hjörvar fjallaði einmitt um þá síðarnefndu í grein hér í tímaritinu, þar sem hún bendir á að oft fari 40% til 80% umsagnarinnar í leikdómum í að rekja efnisþráð og vangaveltur út frá honum.22 Þegar svo er komið hafa ritdómarar því sem næst afsalað sér sínu raunverulega gagnrýnihlutverki. Það er ekki gagnrýni að kveða fyrirvara- laust upp gæða- eða galladóma eftir að hafa rakið efnisþráð verks. Gagn- rýni felst í afstöðu sem byggist á könnun viðfangsefnisins. Bókmenntasamhengi Ég hef hér að framan látið í ljós þá skoðun mína að það sé eitt af mikilvægustu hlutverkum gagnrýninnar að ræða verk í bókmenntalegu samhengi og jafnframt bent á hversu fáir ritdómarar virðast stunda slíkt. En spurning er hvort það sé ekki einmitt með því að koma af stað umræð- 453
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.