Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 91
Árni Sigurjónsson
♦ Svar við harðri árás
í 2. hefti Tímarits M&m er svargrein Silju Aðalsteinsdóttur við umfjöllun
minni um Alþýdubókina í heftinu á undan. Þótt mér hafi fundist sumt
athyglisvert í grein Silju er því ekki að leyna að þar gætir nokkurs
misskilnings um framlag mitt, sem ég vil reyna að leiðrétta hér í stuttu máli.
Silja tekur fram að Salka sé höfuðpersónan í Sölku Völku og virðist álíta
að ég sé því ósammála, en svo er ekki. Tilgangur athugunar minnar var að
varpa ljósi á pólitíkina í Alþýðubókinni og við þann þátt gerir Silja engar
athugasemdir. I niðurlagi greinar minnar benti ég á hvernig finna mætti
vangaveltum skáldsins um stöðu listamannsins stað í Sölku Völku. Lá þá
beinast við að rannsaka myndina af Arnaldi, enda virðist nokkuð almennt
samkomulag um að sú sögupersóna eigi ýmislegt sammerkt með bókarhöf-
undinum, og er Silja einnig þeirrar skoðunar. I grein minni benti ég á
nokkra þætti þess vandamáls að vera (sósíalískur) menntamaður og lista-
maður í auðvaldssamfélagi eins og það horfir við Halldóri Laxness nálægt
1930. Halldór var efins um að sólíalískir menntamenn og listamenn gætu
verið fyllilega heiðarlegir og spursmál hvort þeir ættu ekki frekar að snúa
sér alfarið að pólitík heldur en að stunda listir. I samræmi við þetta gefur
hann tvíbenta mynd af menntamanninum og sósíalistanum Arnaldi. Sum-
part virðist Arnaldur hegða sér siðferðislega rétt og sumpart virðist hann
hálfgerður þorpari, eins og ég benti á í grein minni. Það er með öðrum
orðum fjarri sanni að ég teiji Arnald vondan mann, og jafnvitlaust er að
halda það einhverja persónulega meinloku hjá mér að skáldið gefi kost á
„þorparatúlkuninni“. Sögumaðurinn gerir, eins og Silja nefnir sjálf, stund-
um gys að jafnaðarstefnunni; en stundum er hann alvarlegur og einlægur í
samúð sinni með sólíalisma og alþýðu.
I grein sinni hrekur Silja ekkert af þessum meginatriðum máls míns um
Sölku Völku. I staðinn bregst hún hart til varnar fyrir Arnald (fyrir árás
minni eða skáldsins?!), og lesandinn spyr sig hvort hún sé að reyna að gera
einhvers konar dýrling úr honum. Sá sem les söguna með þessum hætti
hefur ekki orðið þess var að skáldið stendur frammi fyrir stjórnmálavanda
þeim sem felst í afstöðunni milli menntamanns og alþýðu, — eða jafnvel
almennara: milli foringja og fylgjenda. Ef Halldór hefði talið að í þessu
fælist enginn vandi, enda ættu alþýðumenn að hlýða auðsveipir á spámann-
srödd leiðtogans, þá hefði hann verið blindari á sjálfan sig en hann var.
Einn vottur þess að þetta málefni lá skáldinu á hjarta var grein hans
457