Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 91
Árni Sigurjónsson ♦ Svar við harðri árás í 2. hefti Tímarits M&m er svargrein Silju Aðalsteinsdóttur við umfjöllun minni um Alþýdubókina í heftinu á undan. Þótt mér hafi fundist sumt athyglisvert í grein Silju er því ekki að leyna að þar gætir nokkurs misskilnings um framlag mitt, sem ég vil reyna að leiðrétta hér í stuttu máli. Silja tekur fram að Salka sé höfuðpersónan í Sölku Völku og virðist álíta að ég sé því ósammála, en svo er ekki. Tilgangur athugunar minnar var að varpa ljósi á pólitíkina í Alþýðubókinni og við þann þátt gerir Silja engar athugasemdir. I niðurlagi greinar minnar benti ég á hvernig finna mætti vangaveltum skáldsins um stöðu listamannsins stað í Sölku Völku. Lá þá beinast við að rannsaka myndina af Arnaldi, enda virðist nokkuð almennt samkomulag um að sú sögupersóna eigi ýmislegt sammerkt með bókarhöf- undinum, og er Silja einnig þeirrar skoðunar. I grein minni benti ég á nokkra þætti þess vandamáls að vera (sósíalískur) menntamaður og lista- maður í auðvaldssamfélagi eins og það horfir við Halldóri Laxness nálægt 1930. Halldór var efins um að sólíalískir menntamenn og listamenn gætu verið fyllilega heiðarlegir og spursmál hvort þeir ættu ekki frekar að snúa sér alfarið að pólitík heldur en að stunda listir. I samræmi við þetta gefur hann tvíbenta mynd af menntamanninum og sósíalistanum Arnaldi. Sum- part virðist Arnaldur hegða sér siðferðislega rétt og sumpart virðist hann hálfgerður þorpari, eins og ég benti á í grein minni. Það er með öðrum orðum fjarri sanni að ég teiji Arnald vondan mann, og jafnvitlaust er að halda það einhverja persónulega meinloku hjá mér að skáldið gefi kost á „þorparatúlkuninni“. Sögumaðurinn gerir, eins og Silja nefnir sjálf, stund- um gys að jafnaðarstefnunni; en stundum er hann alvarlegur og einlægur í samúð sinni með sólíalisma og alþýðu. I grein sinni hrekur Silja ekkert af þessum meginatriðum máls míns um Sölku Völku. I staðinn bregst hún hart til varnar fyrir Arnald (fyrir árás minni eða skáldsins?!), og lesandinn spyr sig hvort hún sé að reyna að gera einhvers konar dýrling úr honum. Sá sem les söguna með þessum hætti hefur ekki orðið þess var að skáldið stendur frammi fyrir stjórnmálavanda þeim sem felst í afstöðunni milli menntamanns og alþýðu, — eða jafnvel almennara: milli foringja og fylgjenda. Ef Halldór hefði talið að í þessu fælist enginn vandi, enda ættu alþýðumenn að hlýða auðsveipir á spámann- srödd leiðtogans, þá hefði hann verið blindari á sjálfan sig en hann var. Einn vottur þess að þetta málefni lá skáldinu á hjarta var grein hans 457
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.