Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 93
Svar vid harðri árás
þess að vera yfirgefin af honum séu sýnishorn af kvennabókmenntafræði,
því þær eru aðeins misskilningur. Svo er aftur annað mál að vel má vera að
kvennasjónarmiðið geti varpað ljósi á Sölku Völku; eini kosturinn við grein
Silju er að hún vekur athygli á slíku verkefni.
Hitt atriðið í niðurlagi Silju er þar sem segir að undirritaður „biðji hann
[þ. e. Halldór Laxness] um siðprútt ástafar og siðprúða von um trúlofun í
bókarlok“. Svonalöguð dauðans vitleysa á að mínu mati naumast erindi á
síður tímaritsins. Sá sem hefur lesið grein mína um Alþýðubókina veit
ósköp vel að ég bið ekki um neitt slíkt. Jafnmikil fjarstæða er þegar Silja
fullyrðir að ég hneykslist á Arnaldi fyrir val hans á kvenfólki. Yfirleitt er
það alls ekki hluti af aðferð minni í bókmenntafræði að skifta mér af
hjónabandsmálum söguhetjanna. Silja hlýtur að hafa séð að meginviðhorf
mitt til Sölku Völku byggðist á því að þar væri ekki síst fjallað um samband
sósíalísks menntamanns og alþýðunnar. Þess vegna má kannski skilja orð
hennar svo að hún taki sem gefið að ég vilji „gifta“ menntamanninn fólkinu.
En þetta væri líka harla einkennilegt sjónarmið. Eg hef engar óskir um að
breyta þessari fimmtugu skáldsögu, ekki frekar en ég hafi óskir varðandi
úrslit orustunnar við Waterloo. En auk þess hef ég ekki sagt neitt sem
bendir til að mér þyki skáldinu misheppnast í sambandi við ástamálin í
Sölku Völku. Silja telur að mér finnist Salka ljót og þess vegna hneykslist ég
á að Arnaldur vilji hana. Er hérna verið að gefa í skyn að mér þyki alþýðan
eitthvað ómerkilegri en annað fólk?! Sannleikurinn er að sjálfsögðu sá að
ég tek enga afstöðu til fríðleika sögupersónu þessarar. Um það málefni veit
ég það eitt sem stendur í sögunni. Þar er helst svo að skilja að hún sé „í
rauninni ljót“ en samt heillandi. í þessu efni ríkir semsagt lík afstæðishyggja
hjá Halldóri eins og í svo mörgum öðrum efnum.
Mergurinn málsins virðist vera sá að Silja Aðalsteinsdóttir hefur tekið
svo miklu ástfóstri við Sölku Völku að það má ekkert segja um söguna sem
getur varpað skugga á minningu hennar um það er hún las þetta verk sem
barn. Það er í sjálfu sér ósköp skiljanlegt að Silju þyki mikið til um þessa
snjöllu sögu. En slík ofurást má ekki koma í veg fyrir málefnalega umræðu
um verkið og samtíma þess. Eg held að þessi tegund ofurástar hafi verið
helsta orsök þess að Islendingar hafa fram á seinni ár ekki átt neina
frambærilega laxnessfræðinga.
Mig langar að lokum að fara nokkrum orðum um athugasemdir Arna
Bergmann um greinar okkar Silju (í Þjóðviljanum 12 — 13/6 sl.). Arni
bendir réttilega einmitt á, að það er engu líkara en að Silja sé að verja ástvini
sína þar sem sögupersónur Sölku Völku eru. Slíkt hefur verið tíðkað lengi í
Rússlandi, bætir hann við. Annar bálkur frumstæðrar bókmenntarýni er
svokölluð „moral criticism“ bandaríkjamanna, sem gengur aðallega út á
459