Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 94
Tímarit Mdls og menningar fordæmingu á sögupersónum (og höfundum þeirra). Gott dæmi eru styrj- aldir þær sem háðar hafa verið um hegðun Mollýjar Bloom, sem Joyce skáldaði. Eg held semsé ekki að þessi tegund bókmenntafræði sé vænleg til fróðleiks og ítreka að ég stunda hana ekki sjálfur. Varðandi grein undirritaðs kemur Arni með nokkra gagnrýni, sem vert er að reyna að svara. Hann telur það galla hjá mér að tilgangur greinar minnar hafi verið óljós. Ekki sé á hreinu hvort ég vilji gera grein fyrir viðhorfum Alþýðubókarinnar eða gagnrýna þau. En það er ekki endilega neitt óheppilegt að maður geri hvort tveggja grein fyrir efninu og gagnrýni það. Auk þess getur verið harla erfitt að draga skýr mörk milli greinargerð- ar og mats í tilviki eins og þessu og ósannað mál að þess sé þörf. Annað atriði sem Arni nefnir er að ég verði fastur á milli þess að viðurkenna hve tæknihyggjan var útbreidd á sínum tíma og að fordœma skammsýni þeirra sem ekki sáu fyrir ógöngurnar sem af tæknihyggjunni leiddu. Það er sjálfsagt eitthvað til í þessu hjá nafna mínum. En ég get þá notað tækifærið hér og tekið fram að mér þykir mjög hæpið að fordæma menn 4. áratugarins fyrir skammsýni í þessu máli. Og ástæðan er einföld: Vegna vonds efnahagsástands, óþrifnaðar, frumstæðs landbúnaðarreksturs o. s. frv. var tæknivæðingin á sínum tíma afar aðkallandi. En nú er þess meira um vert að vakin sé athygli á áhrifum tæknibreytinga á valdastrúkt- úr, umhverfi og fleira. Tilgangur minn er að benda á hvernig maður þarf að vera gagnrýninn núna þegar maður les t. d. Alþýðubókina. Samþykki maður það sjónarmið hennar að sósíalismi feli í sér aðeins það að þrifnaður verði bættur, einhver slæðingur byggður af barnaheimilum, keyptir inn bílar (& myndsegulbönd?) o. s. frv., þá getur maður í rólegheitum gefið sósíalismann upp á bátinn því þessum markmiðum hefur þegar verið fullnægt á Islandi. En mér þykir fremur hart að fá þær viðtökur einar í Tímariti Máls og menningar þegar ég reyni að rökræða sósíalisma og bókmenntir stalínstímans að ég komi hrottalega fram við kvenhetjuna Sölku. Þetta eru miklir kvennaframboðstímar. Þó að hugmyndir Alþýðubókarinnar séu í nokkru pólitískt úreltar, eins og ég hef rakið, þá er ekki þar með sagt að möguleikar verksins til róttækrar merkingarframleiðslu (þ. e. a. s. framsækinna áhrifa) séu nú tæmdir. Um þessa bók gildir eins og um mörg verk Halldórs önnur, að hún hefur mikið að segja okkur ennþá. Þess frekar verðskulda bækur hans gagnrýna umfjöllun. Halelúja og hóseanna án minnstu umhugsunar er álíka mikil vanræksla við verk þessa öndvegishöfundar og þögn og skeytingarleysi. Sígilt verk á langa ævi ekki sakir oflofs heldur fremur vegna þess að gagnrýnin bókmenntafræði gefur vísbendingar um hvers konar lestur á verkinu hæfir nýjum tíma. 460
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.