Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 96
Tímarit Máls og menningar bókmenntagagnrýninni. Þeirri bókmenntagagnrýni sem hann skrifaði í blöð og tímarit á síðustu árum Weimar-lýðveldisins var ekki fyrst og fremst ætlað að miðla bókmenntalegum tíðindum eða leggja fagurfræðilegt mat á einstök verk, heldur að nota þau til að vekja þann þjóðfélagshóp menntafólks, sem einkum las þessa dálka, til umhugsunar um breytta stöðu sína og menningarafurðanna í kjölfar fyrrgreindrar þjóðfélags- og tækniþróunar. Sú grein sem hér fer á eftir þjónar sama tilgangi. Með því að líta á höfundinn sem framleiðanda sem ræður yfir ákveðnu framleiðslutæki í krafti menntunar sinnar, tækjabúnaðar og starfsreynslu, er ráðist gegn hugmyndinni um „ríkidæmi hins skapandi persónuleika" sem fasistar héldu á loft í listumfjöllun sinni. Við gagnrýnina nýtur Benjamin kynna sinna af sovésku menningarástandi fyrir valdatíð Stalíns (þ. á m. af eigin heimsókn 1927), eins og fram kemur í lok greinarinnar. Síðast en ekki síst á ör þróun fjölmiðla- og fjölföldunartækni sinn þátt í uppgjöri Benjamins við hefðbundnar hugmyndir um listina. Um þátt fjölföldunartækni í því að breyta eðli og hlutverki listarinnar hefur hann fjallað ítarlega í grein sinni „Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar“, sem birst hefur í íslenskri þýðingu.3 Enda þótt þeir fjölmiðlar sem Benjamin drepur á í greininni hér á eftir væru á nokkru frumstigi miðað við það sem nú er (sbr. hvað umfjöllunin um dagblaðið er fyrirferðarmikil), þá hefur síðari þróun á þeim vettvangi fremur undirstrikað mikilvægi þeirrar umræðu sem hér er fitjað upp á, heldur en hitt. Nægir í því sambandi að benda á tilraun þýska rithöf- undarins Hans Magnus Enzensberger til að tengja hugmyndir Benjamins síðari þróun rafeindafjölmiðla.'1 Fyrirlestur Benjamins birtist fyrst á prenti árið 1966 í greinasafninu „Ver- suche úber Brecht" og liggur sú útgáfa þessari þýðingu til grundvallar. Eg vil þakka þeim Birni Jónassyni og Ornólfi Thorssyni fyrir yfirlestur á þýðingunni og góðar ábendingar. Þýd. Það þarf að vinna menntafólk til fylgis við verkalýðsstéttina með því að vekja það til vitundar um eðli hinna andlegu starfa þess og stöðu þess í framleiðsluferlinu. Ramon Fernandez. Þið munið hvernig Plató fer með skáldin í hugleiðingum sínum um ríkið. Hann neitar þeim um tilverurétt innan þess í nafni almennings. Hann hafði tröllatrú á mætti skáldskaparins, en taldi hann þó skaðlegan og óþarfan — í fullkomnu samfélagi vel að merkja. Spurningin um tilverurétt skáldsins hefur síðan þá sjaldan verið sett fram á jafn áleitinn hátt; fyrr en einmitt nú á tímum. Hún er að vísu ógjarnan sett fram í þessu formi. En þið kannist 462
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.