Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 98
Tímarit Máls og menningar deilu en ekki síður ófrjórri: hvers konar tengsl eru milli forms og inntaks og þá sérstaklega í pólitískum skáldskap? Sú aðferð hefur verið úthrópuð; með réttu. Hún er skólabókardæmi um það hvernig reynt er að nálgast bókmenntaleg málefni á klisjukenndan og ódíalektískan hátt. Gott og vel. En hvernig má þá fjalla um þetta vandamál á díalektískan hátt? Díalektíska umfjöllunin á þessu vandamáli, og þar kem ég að kjarna málsins, snýst alls ekki um óhagganlega einangraða hluti: verk, skáldsögu, bók. Það verður að setja þessa hluti í þjóðfélagslegt samhengi. Þið bendið á með réttu að þetta hafi verið gert aftur og aftur í vinahópi okkar. Vissulega. Þá hefur bara iðulega of mikið verið færst í fang og niðurstöðurnar þarmeð orðið þokukenndar. Þjóðfélagsafstæður eru, eins og við vitum, háðar framleiðsluafstæðum. Og þegar verk voru gagnrýnd með efnishyggjuna að leiðarljósi var venjulega spurt hver væru tengsl þeirra við þjóðfélagslegar framleiðsluafstæður tímabilsins. Þetta er mikilvæg spurning. En um leið afar erfið. Svarið við henni er ekki alltaf einhlítt. Og mig langar nú til að leggja fyrir ykkur aðra, nærtækari spurningu. Sú spurning er borin fram af öllu meiri hógværð og ekki eins mikið færst í fang, en mér virðist að henni sé auðveldara að svara. I stað þess að spyrja: hvernig eru tengsl verks við framleiðsluafstæður síns tíma, er verkið sátt við þær, er það afturhaldssamt eða stefnir það að umbyltingu þeirra, er það byltingarsinnað? — I stað þessarar spurningar eða a. m. k. á undan henni langar mig til að leggja fram aðra. Aður en ég varpa fram spurningunni: hvernig er tengslum skáld- skapar vib framleiðsluafstæður tímabilsins háttað? ætla ég að spyrja: hver er staða hans innan þeirra? Þessi spurning beinist að því hlutverki sem verkið gegnir í bókmenntalegum framleiðsluafstæðum síns tíma. Hún varðar m. ö. o. beinlínis þá verktækni sem bókmenntaverkin byggjast á. Með orðinu verktækni kynni ég hugtak sem gerir bókmenntaafurðir að- gengilegar fyrir beina þjóðfélagslega gagnrýni sem byggð er á efnishyggju. Með verktæknihugtakinu opnast líka leið til að vinna bug á móthverfunni milli forms og inntaks á díalektískan hátt. Verktæknihugtakið gefur enn- fremur vísbendingu um það hvernig hægt er að skilgreina tengslin milli hneigðar og gæða sem við ræddum hér í byrjun. Ef mér leyfðist að stað- hæfa hér að ofan að rétt pólitísk hneigð verks feli í sér bókmenntaleg gæði þess, vegna þess að hún felur í sér bókmenntalega hneigð þess, er nú hægt að skilgreina á nákvæmari hátt, að þessi bókmenntalega hneigð kunni að liggja í því hversu verktækni bókmenntanna er þróuð eða vanþróuð. Þið hreyfið áreiðanlega ekki mótbárum þó ég snúi mér nú að mjög áþreifanlegum bókmenntaafstæðum, jafnvel þó það virðist (en að vísu bara á yfirborðinu) ekki sérlega vel ígrundað. Lítum á þessar afstæður í Rúss- landi. Mig langar til að vekja athygli ykkar á Sergei Tretjakov5 og hug- 464
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.