Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 98
Tímarit Máls og menningar
deilu en ekki síður ófrjórri: hvers konar tengsl eru milli forms og inntaks
og þá sérstaklega í pólitískum skáldskap? Sú aðferð hefur verið úthrópuð;
með réttu. Hún er skólabókardæmi um það hvernig reynt er að nálgast
bókmenntaleg málefni á klisjukenndan og ódíalektískan hátt. Gott og vel.
En hvernig má þá fjalla um þetta vandamál á díalektískan hátt?
Díalektíska umfjöllunin á þessu vandamáli, og þar kem ég að kjarna
málsins, snýst alls ekki um óhagganlega einangraða hluti: verk, skáldsögu,
bók. Það verður að setja þessa hluti í þjóðfélagslegt samhengi. Þið bendið á
með réttu að þetta hafi verið gert aftur og aftur í vinahópi okkar. Vissulega.
Þá hefur bara iðulega of mikið verið færst í fang og niðurstöðurnar þarmeð
orðið þokukenndar. Þjóðfélagsafstæður eru, eins og við vitum, háðar
framleiðsluafstæðum. Og þegar verk voru gagnrýnd með efnishyggjuna að
leiðarljósi var venjulega spurt hver væru tengsl þeirra við þjóðfélagslegar
framleiðsluafstæður tímabilsins. Þetta er mikilvæg spurning. En um leið
afar erfið. Svarið við henni er ekki alltaf einhlítt. Og mig langar nú til að
leggja fyrir ykkur aðra, nærtækari spurningu. Sú spurning er borin fram af
öllu meiri hógværð og ekki eins mikið færst í fang, en mér virðist að henni
sé auðveldara að svara. I stað þess að spyrja: hvernig eru tengsl verks við
framleiðsluafstæður síns tíma, er verkið sátt við þær, er það afturhaldssamt
eða stefnir það að umbyltingu þeirra, er það byltingarsinnað? — I stað
þessarar spurningar eða a. m. k. á undan henni langar mig til að leggja fram
aðra. Aður en ég varpa fram spurningunni: hvernig er tengslum skáld-
skapar vib framleiðsluafstæður tímabilsins háttað? ætla ég að spyrja: hver
er staða hans innan þeirra? Þessi spurning beinist að því hlutverki sem
verkið gegnir í bókmenntalegum framleiðsluafstæðum síns tíma. Hún
varðar m. ö. o. beinlínis þá verktækni sem bókmenntaverkin byggjast á.
Með orðinu verktækni kynni ég hugtak sem gerir bókmenntaafurðir að-
gengilegar fyrir beina þjóðfélagslega gagnrýni sem byggð er á efnishyggju.
Með verktæknihugtakinu opnast líka leið til að vinna bug á móthverfunni
milli forms og inntaks á díalektískan hátt. Verktæknihugtakið gefur enn-
fremur vísbendingu um það hvernig hægt er að skilgreina tengslin milli
hneigðar og gæða sem við ræddum hér í byrjun. Ef mér leyfðist að stað-
hæfa hér að ofan að rétt pólitísk hneigð verks feli í sér bókmenntaleg gæði
þess, vegna þess að hún felur í sér bókmenntalega hneigð þess, er nú hægt
að skilgreina á nákvæmari hátt, að þessi bókmenntalega hneigð kunni að
liggja í því hversu verktækni bókmenntanna er þróuð eða vanþróuð.
Þið hreyfið áreiðanlega ekki mótbárum þó ég snúi mér nú að mjög
áþreifanlegum bókmenntaafstæðum, jafnvel þó það virðist (en að vísu bara
á yfirborðinu) ekki sérlega vel ígrundað. Lítum á þessar afstæður í Rúss-
landi. Mig langar til að vekja athygli ykkar á Sergei Tretjakov5 og hug-
464