Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 104
Tímarit Máls og menningar hefur meira að segja tekist að fá fólk til að njóta eymdarinnar með því að sýna hana á nýtískulegan og fullkominn hátt. Því ef það er efnahagslegt hlutverk ljósmyndatækninnar að fjöldaframleiða efni sem áður var utan seilingar — svo sem vorið, frægt fólk, fjarlæg lönd —, færa það nær fjöld- anum með nýtískulegri úrvinnslu, þá er eitt af pólitískum hlutverkum hennar að endurnýja veröldina eins og hún er á huglægan hátt, þ. e. a. s. á nýtískulegan máta. Þetta er sláandi dæmi um að framleiðslutæki sé notað án þess að því sé breytt. Breytingin hefði falist í því að ryðja einhverri af þeim hindrunum úr vegi, yfirvinna einhverja af þeim móthverfum, sem drepið hafa framleiðslu menntafólks í dróma. I þessu tilfelli skilunum milli ritaðs máls og myndar. Við gerum þá kröfu til ljósmyndarans að hann sé fær um að semja texta við myndir sínar sem hindri þessa nýtískulegu útjöskun og gefi þeim byltingar- sinnað notagildi. Við leggjum hins vegar enn þyngri áherslu á þessa kröfu þegar við — rithöfundarnir — förum að taka myndir. Einnig hér eru tækni- legar framfarir grundvöllur pólitískra framfara rithöfundarins sem fram- leiðanda. Með öðrum orðum: Andleg framleiðsla kemur þá fyrst að ein- hverjum notum þegar þau svið sérhæfingar hafa verið lögð niður sem skipulag hennar byggist á samkvæmt borgaralegum skilningi; og raunar verður að vinna bug á takmörkunum sérhæfingarsviðanna af hálfu beggja þeirra framleiðsluafla sem áður var ætlað að stía þeim í sundur. Um leið og höfundurinn sem framleiðandi finnur til samstöðu með verkalýðnum, finnur hann til beinna tengsla við ýmsa aðra framleiðendur sem áður komu honum lítið við. Ég minntist á ljósmyndarann; ég ætla rétt sem snöggvast að skjóta inn orði frá Hanns Eisler um tónlistarmanninn: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í tónlistinni á sér líka stað þróun í átt til stöðugt aukinnar hagræðingar, bæði í framleiðslu og endurframleiðslu . . . Hljómplatan, talkvikmyndin og glymskrattinn geta boðið upp á besta tónlistarflutning heimsins . . . í niðursoðnu vöruformi. Afleiðingin af þessari hagræðingu er sú að sífellt færri og hæfari sérfræðingar sjá um tónlistarflutning. Kreppan í sinfóníutónleikahaldi stafar af því að tækninýj- ungar hafa gert framleiðsluformið útjaskað og úrelt.“ Verkefnið var sem sagt að endurskipuleggja tónleikaformið, og þá þurfti að uppfylla tvö skilyrði: í fyrsta lagi þurfti að ryðja úr vegi móthverfunni milli flytjenda og áheyrenda og í öðru lagi móthverfunni milli verktækni og inntaks. Um þetta setur Eisler fram þessa lærdómsríku staðhæfingu: „Það verður að forðast að ofmeta hljómsvéitartónlist og líta á hana sem hina einu sönnu list. Tónlist án orða fékk fyrst verulega þýðingu og fulla útbreiðslu í kapítalismanum.“ Þ. e. a. s. það er ekki hægt að breyta tónleikahaldi nema með hjálp orðsins. Einungis sú hjálp getur, eins og Eisler orðar það, breytt 470
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.