Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 106
Tímarit Máls og menningar — ríkidæmi sem fyrir löngu er orðið að einskærri falsmynd. Það eru for- réttindi fasismans að vænta endurnýjunar í anda slíkra persónuleika og slíkra verka, og í því sambandi eru dregnar fram í dagsljósið heimskulegar staðhæfingar, eins og sú sem Gúnther Grúndel notar sem punktinn yfir i- ið í bókmenntadálki sínum í „Köllun ungu kynslóðarinnar“: „Við getum ekki lokið þessu yfirliti og framtíðarspá betur en með því að benda á að enn eru „Wilhelm Meister“ og „Grúne Heinrich“1? okkar kynslóðar óskrifaðir." Höfundi sem hefur gert sér fulla grein fyrir skilyrðum nútímaframleiðslu er ekkert fjær í huga en að búast við eða óska eftir slíkum verkum. Starf hans beinist aldrei einvörðungu að afurðum, heldur ætíð um leið að fram- leiðslutækjunum. M. ö. o. afurðir hans verða til viðbótar við eðli sitt sem listaverk að gegna skipulagningarhlutverki — og það er raunar mikil- vægasti þáttur þess. Og nytsemi þessa skipulagningarhlutverks er alls ekki bundin við áróður. Hneigðin ein nægir ekki. Sá snjalli Lichtenberg18 sagði: það skiptir ekki máli hvaða skoðanir maður hefur, heldur hvað þessar skoðanir gera úr manni. — Nú skipta skoðanir að vísu miklu máli, en bestu skoðanir koma að litlu haldi ef þær gera ekkert nytsamlegt úr þeim sem þær hafa. Besta hneigð er fölsk ef hún veitir ekki vísbendingu um þá hegðun sem þarf að fylgja henni. Og rithöfundurinn getur bara gefið vísbendingu um slíka hegðun í því sem hann gerir: þ. e. a. s. í skrifum sínum. Hneigðin er nauðsynleg, en þó aldrei nægileg ein og sér til að verkin geti haft skipulagningarhlutverki að gegna. Til þess þarf rithöfundurinn líka að leiðbeina og kenna. Og sú krafa er nú brýnni en nokkru sinni. Höfundur, sem kennir rithöfundunum ekkert, kennir engum neitt. Aðalat- riðið er sem sagt að framleiðslan sé í eðli sínu eins og líkan, sem í fyrsta lagi leiðbeinir öðrum framleiðendum við iðju sína, og í öðru lagi færir þeim endurbætt framleiðslutæki upp í hendur. Og þetta tæki er því fullkomnara sem það færir fleiri neytendur nær framleiðslunni, gerir í stuttu máli sagt lesendur og áhorfendur að þátttakendum. Við búum nú þegar yfir slíku líkani sem ég get að vísu aðeins fjallað hér um í stórum dráttum. Það er epískt leikhús Brechts. Stöðugt eru skrifaðir harmleikir og óperur sem virðast byggja á gamalli reynslu og háþróaðri sviðstækni, en gera í raun og veru ekki annað en varðveita úrelta tækni. „Þessi útbreiddi skilningsskortur tónlistarfólks, rithöfunda og gagnrýnenda á stöðu sinni," segir Brecht, „dregur langan slóða, og honum er ailtof lítill gaumur gefinn. Því með því að vaða í þeirri villu að þetta fólk ráði yfir framleiðslutæki sem í raun og veru ræður yfir því sjálfu, stendur það vörð um verkfæri sem það ræður ekkert við og sem ekki er lengur tæki framleiðendanna sjálfra, eins og það ímyndar sér, heldur beinist gegn þeim.“ Leikhús með flóknum tækjabúnaði, sæg að- 472
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.